Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 95
irnar læri að jafna ágreining sinn á friðsamlegan hátt,
en láta ekki vopnin skera úr. — Menn láta ekki lengur
hart mæta hörðu í almennum viðskiftum, einstaklinga
og stjetta á milli, hversu hatramlega sem málefni
standa, menn láta lög og rjett skera úr, menn kjósa
sjer sáttasemjara, beita viti og kröftum til friðsamlegr-
ar lausnar málunum. Hví skyldu ekki þjóðarheildirnar
einnig brátt komast á það stig menningar og mannúðar.
—Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þjóðirn-
ar smíði plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjót-
um sínum.
Öll friðsamleg samvinna og kynning meðal þjóða: Vís-
indaleg, verkleg, bókmentaleg, verslunarleg, færir þjóð-
irnar hverja nær annari. Samgöngurnar eru orðnar svo
greiðar, jörðin svo lítil, að alt verkar á heildina: Góðir
tímar, vondir tímar. — Vjer erum hver annars limir.—
Látum oss tala um frið, biðja um frið. — Biðjið og yð-
ur mun gefast. — Enginn er svo lítilmótlegur, fávís
eða fátækur að hann geti ekki tekið þátt í því starfi.
Mætti það verða almennara manna á milli að halda
á lofti því sem vel er gert, en því gagnstæða.
„Látum oss vera skóaða á fótunum með fúsleik til
að flýtja fagnaðarboðskap friðarins“.
Halldóra Bjamadóttir.
Góður jarðvegur.
(Erindi flutt á þingi Bandal. lúterskra kvenna i Langruth, Man., ’38).
Eftir Lovísu Gíslason, Brown, Man., Canada.
Guðs orð er fraekorn furðu smátt,
Seni felst í hjartans leynúni,
En aftur getur orðið hátt,
Ef að því hlúa reynum.
Þegar jeg var beðin að tala nokkur orð á þessu þingi,