Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 133
Hlín
131
ið gera myndirnar til notkunar við útgáfu barnabóka
í Noregi. (Cappelen gaf út „Kvæði og leiki“ fyrir mig
hjer um árið, 2 upplög). — Myndirnar eru gerðar af
norskum listamönnum, sjerstaklega fyrir útgefendurna.
— Síðar mun jeg reyna að ná mjer í íslenskar myndir
í kver þetta. — Kristín Sigfúsdóttir, skáldkona á Akur-
eyri, fylgir hverri mynd úr hlaði með litlu ljóði. Kann
„Hlín“ skáldkonunni bestu þakkir fyrir hjálpina.
Jeg vil svo að lokum láta þess getið, að jeg treysti
því fastlega að háttvirtir útsölumenn geri mjer þann
greiða, að láta mig vita á næstkomanda vetri, hvernig
sakir standa með söluna á „Hlín“, svo jeg viti hvað jeg
má senda næsta ár.
Utanskrift mín verður: Patreksfjörður, næstk. vetur.
Til þæginda fyrir útsölumenn, hafa þessir menn góð-
fúslega leyft að sjer mætti senda greiðslu fyrir „Hlín“
og munu þeir gefa kvittun:
Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi, Reykjavík.
Sigríður Jónsdóttir, Egilsstöðum á Völlum, Múlasýslu.
Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, Sauðárkróki, Skagafirði.
Arnheiður Skaptad., Kaupfjel. Eyfirðinga, Akureyri.
Jón Baldurs, Kaupfjelagi Húnvetninga, Blönduósi.
Þess skal getið, vinum og velunnurum Hlínar til
athugunar, að fjórir eldri árgangar ritsins hafa ver-
ið bundnir saman í snoturt maskínuband (að þessu
sinni 17., 18., 19. og 20. árg.). Bókin er til sölu hjá út-
gefanda (á Patreksfirði n. k. vetur), í Prentverki Odds
Björnssonar á Akureyri og hjá Sveinbirni Jónssyni,
Landssambandi iðnaðarmanna, Reykjavík, og kostar
með flutningsgjaldi og póstkröfu hvert á land sem er
kr. 5.00.
HallcLóra Bjarnadóttir.
9*