Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 98
96
HÍÍn
unglingarnir voru að fara eitthvað langt út í heim til
að leita sjer fjár og frama, þá gáfu foreldrarnir þeim
nesti og nýja skó að skilnaði og oftast einhverja góða
gjöf aðra. Af þesssu má sjá ást og umhyggju foreldr-
anna, sem átti að fylgja hinum ungu út í óvissuna.
Mig langar til í þessu sambandi að segja ykkur sögu,
sem prestur einn sagði mjer af fátækri þvottakonu í
söfnuði hans. Þessi kona var ekkja og þurfti að vinna
fyrir sjer og fjórum börnum sínum. Hún sagði til börn-
um í einni deild sunnudagaskólans í kirkju hans. —
Mjer dettur þessi frásaga stundum í hug, þegar mjer
finst erfitt að koma því í verk að sinna sunnudaga-
skólastarfinu, þegar mikið er að gera og margt kallar
að. — Þessi kona kom á hverjum sunnudegi, og prest-
urinn tók eftir því að hún vann sitt verk vel og sam-
viskusamlega. Líka tók hann eftir því, að börnin, sem
hún sagði til, voru mjög dugleg að læra og ástundunar-
söm. — Þau komu reglulega í skólann og virtust hafa
mikla ánægju af því sem þar fór fram, báru virðingu
íyrir kennaranum, og vildu alt fyrir hana gera, jafnvel
þó hún ljeti þau læra mikið utanbókar bæði af sálmum
og ritningargreinum. — Einu sinni sem oftar var hann
að tala við konuna, og hafði orð á því við hana, hvort
það væri ekki erfitt fyrir hana að sinna þessu, og
hvernig hún færi að því að búa sig undir kensluna,
eins þreytt og hún hlyti að vera. — Hún svaraði eitt-
hvað á þessa leið: „Það fer í vana að nota vel tímann.
Jeg hefi biblíuskýringarnar með mjer í handtöskunni
minni, og les þær á leiðinni í vinnuna, svo kemur það
fyrir að jeg hefi frístundir, og þá les jeg og læri utan-
bókar. — Stundum festi jeg blaðið á vegginn þar sem
jeg er að vinna, svo jeg eigi hægara með að lesa. —
Jeg býst ekki við því, að jeg geti skilið bömunum mín-
um eftir peninga, þegar jeg fell frá, en jeg vil að þau
eigi það sem er meira virði, kristindómsþekkingu og