Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 116
114
Hlín
sjóður er nú 280 kr. Tilgangur þess sjóðs er sá að losa
einstaka fjelagsmeðlimi við þann átroðning, sem fund-
arhöld hafa í för með sjer.
Þá hefur og verið lagður grundvöllur að sjóði, sem
ætlaður er til þess að styrkja sjúka meðlimi fjelagsins.
— Alt eru þetta greinar á aðalmeiði Framfarafjelags
Loðmimdar f j ar ðar.
Menn þekkja þau fyrirbrigði alltíð, að fjelagsskap-
ur er fljótari að hjaðna en dafna og þroskast. Allskonar
fjelög spretta upp, sem eiga sjer skamman aldur og
ennþá skemri æfiferil til nytja og þjóðþrifa. Þetta fje-
lag hefur þó haldið lífi í nær 60 ár. Má telja þrent sem
valdið hefur langlífi þess: 1. Þolgæði fjelagsmanna. 2.
Aðalverkefni fjelagsins er sú hugsjón, sem mönnum er
kært að nái tilgangi sínum, það að fjelagið eignist sjóð
svo stóran, að hann nægi til að bera uppi námskostnað
æskunnar hjer, að svo miklu leyti sem það er ekki
gert annarsstaðar að og þörf krefur. 3. Að eiga lengi
fyrir forstjóra fjelagsins ötulan mann, Baldvin Jóhann-
esson í Stakkahlíð, hann var formaður í 26 ár, einmitt
fyrstu árin, að undanskildu stofnárinu, og fjelagi þess í
49 ár. Hann hlynti að og annaðist nýgræðinginn meðan
hann þarfnaðist mestrar umönnunar og forsjár.
Eins og barnið, sem á fátæka foreldra, er kastað út
í veröldina efnalausu og umkomulausu, eins var það
fyrir þessu fjelagi. — Fyrstu árstillög fjelagsins voru
frjáls, og má þar af nokkuð marka fórnfýsi fjelaganna,
var Arnbjörg þar drjúg á metum. Þá voru haldnar
hlutaveltur til að bæta hag fjelagsins. En eins og
hnignun fjelagsins sást í fækkandi meðlimum sást hún
einnig í rýrnandi fjárframlögum og fórnfýsi fjelags-
manna. Brátt urðu árstillögin fastákveðin. Þau eru nú
kr. 2.00. — 12 hlutaveltur og böglauppboð hafa verið
haldin í fjelaginu og á þeim unnist 1200 krónur. Árs-
tillögin og hlutavelturnar hafa verið aðaltekjulindir