Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 74
72
Hlín
inni langt frameftir vetri og sitja auðum höndum á
meðan, eins og oft á sjer stað.
Suður-Þingeyingar hafa kembingu sína á Húsavík
eftir að kembivjelarnar brunnu á Halldórsstöðum, og
sem betur fer eru nú komnar kembivjelar upp í Aust-
firðingafjórðungi, en þar var þörfin einna mest vegna
strjálla ferða, það er nú aðeins herslumunurinn að
þær vjelar taki til starfa. — Vestfirðingar hafa og
mikinn huga á að koma sjer upp kembivjelum.
Það er mjög illa farið, að ekki hefir tekist að finna
hentugar smávjélar til þessara hluta, er nægja einni
sveit t. d. Fleiri þjóðir en við gera hina sömu leit um
víða veröld, en sú leit hefir enn ekki borð tilætlaðan
árangur. — Litla kembivjelin, sem jeg kom með vestan
úr Ameríku, ef viel skyldi kalla, sem landar vorir vest-
an hafs nota mikið og láta vel af, gæti bætt nokkuð úr
þörfinni á heimilunum, og væri vel til fallið að hvert
sveitaheimili, og þau heimili í bæjunum, sem hafa hug
á að framleiða ýmislegt úr ull, ættu eina slíka vjel til
að samkemba í, en eins og nærri má geta lyppa þær
ekki fyrir spunavjelar. Þær hafa verið reyndar talsvert
á Austurlandi s. 1. vetur og hafa þær þótt sjerstaklega
góðar til að kemba í þeim stoppteppi þau, sem við höf-
um framleitt fyrir sjómenn. Þær kemba bæði fljótt og
vel í þau. Það ætti að mega vinna mikið af þessum
teppum, sem nota má hvort heldur sem vill fyrir yfir-
eða undirsængur.
Þegar minst er á íslenskan ullariðnað, framför hans
og framtíð, má ekki gleyma að geta um prjónaskapinn.
Hann fer sigurför um landið okkar eins og önnur lönd,
það gerir tískan. Á stríðsárunum komst prjónaskapur í
algleyming og allur heimur prjónar síðan, svo að segja.
— Prjónastofur nokkrar eru starfræktar hjer á landi
hin síðari ár, og stunda framleiðslu sína af kappi. Þá
er fjöldinn allur af prjónavjelum um land alt, bæði í