Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 75
Hlín
73
bæjum og sveitum, svo tækplega er nú nokkurt heim-
ili á íslandi, sem ekki nýtur góðs af vjelprjóni. —
Handprjón er og iðkað í stórum stíl víðsvegar um land,
skólarnir veita fræðslu, auk heimilanna. Námskeið eru
og haldin til og frá um landið í vjelprjóni. Þessi iðja
öll er því á góðum vegi, og eykur mjög mikið notkun
ullarinnar í landinu. — Með þeim tilraunum, sem verið
er að gera um framleiðslu á sjerstaklega vönduðu ull-
arbandi, bæði fyrir handprjón og vjelprjón, mun inn-
flutningur á útlendu ullarbandi minka að mun, enda
þarf svo að vera. (Prjónlessýningarnar í Reykjavík).
En fleira þarf landsfólkið til fatnaðar, híbýlabúnaðar
og rúmfatnaðar en það, sem prjónað er og í verksmiðj-
unum unnið.
Þær klæðaverksmiðjur, sem til eru, geta ekki afkast-
að meiru af vefnaði en þær gera, nfl. unnið fataefnin
handa landsmönnum; sú framleiðsla hefur stórum auk-
ist vegna innflutningshaftanna hin síðari ár. En það er
margt fleira, sem okkur vantar af vefnaði og það verða
aðrir að inna af hendi. — Jeg hef hjer fyrir framan
mig skrá yfir 50—60 vefjarkonur til og frá um landið,
sem allar eru svo vel að sjer í vefnaði, að þeim má vel
trúa fyrir framleiðslu til sölu, og hafa flestallar þær
ástæður, að þær mundu geta ofið nokkuð af söluvarn-
ingi, og sumar mikið. Það sem sjerstaklega þyrfti að
vefa er: Húsgagnafóður, handklæði og dúkar, ýmislegt
efni til sængurfatnaðar o. fl. Það ætti einnig að verða
framleitt efni til sporthúfugerðar, sem verksmiðjurn-
ar gefa sjer ekki tíma til að sinna vegna annríkis, en
fyrir báðar þær iðnstoíur vantar tilfinnanlega íslenskt
efni. Einnig ætti að mega vinna í landinu efnið í
vinnufötin, sem framleidd eru í stórum stíl nú orðið
innanlands.
Fjölmargt af þessu mætti vinna í smærri bæjum
út um land og í sveitunum, eða yfirleitt þar sem hús-