Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 94
92
Hlín
sje fjárfrekt, en árlegur rekstur þess jafngildir þó ekki
nema því, sem Bandaríkin nota til sælgætiskaupa í 10
daga og er sem svarar 1/24 af reksturskostnaði New
York sýningarinnar“.
Öllum er kunnugt um friðarverðlaun Nobels, hins
sænska merkismanns, þeim er útbýtt árlega til þeirra,
sem mest og best hafa unnið fyrir friðinn í heiminum.
Á Alþjóðaverslunarþingi því, sem haldið var í Kaup-
mannahöfn fyrir nokkru, þar sem íslendingar áttu full-
trúa í fyrsta skifti, var samþykt svonefnd „friðarálykt-
un“, sem búist er við að veki alþjóðaeftirtekt. Þar var
skorað á stórveldin að skipa sjerfræðinganefnd til að
rannsaka efnahag sinn og fjárhag með það fyrir aug-
um, að síðan verði skipuð alþjóðleg nefnd til þess að
gera tillögur um raunhæfa lausn á þeim vandamálum,
sem koma fram við þessa rannsókn. — Með því að
taka þannig á vandamálunum, myndi verða hægt að
greiða fyrir friðsamlegum viðskiftum milli þjóða.
Eins og að líkindum lætur er fjöldi bóka og blaða
gefin út á ári hverju um heim allan friðnum til efl-
ingar, fundir og þing haldin, áskoranir og samþyktir
gerðar. — Miljónir manna þrá varanlegan frið og
vinna fyrir það mál, leynt og ljóst, og leggja mikið í
sölurnar. — Konurnar og mæðurnar ættu að vera
framarlega í þessum skara, enda eru það einmitt kon-
urnar, sem hafa átt upptökin að friðarstarfinu víða um
lönd. — Þær geta margt gert, einnig í því smáa, til þess
að ala friðarhugsjónina með börnum sínum: Drengilega
vörn í leik, ekki láta knje fylgja kviði. — Kenna ekki
börnunum sögu .landsins á þann hátt að gera lítið úr
hugrekki og hreysti, viturleik og ráðsnilli mótstöðu-
manna, en að sama skapi mikið úr heimaþjóðinni. —
Það er sánnarlega þess vert að gefa því gaum, sem gert
er víðsvegar um heim friði og samvinnu þjóðanna til
eflingar, það fer ekki hjá því, þrátt fyrir alt, að þjóð-