Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 47
Hlín
45
eru sett í glös inni, fágað og prýtt innanhúss, alt sett í
röð og reglu, svo ekkert sje ógert á sunnudagsmorgn-
ana. — Sunnudagsmaturinn búinn til, að svo miklu
leyti sem hægt er, svo matarsýslið taki sem minstan
tíma á sunnudaginn. Laugardagsmaturinn þar af leið-
andi hafður fyrirhafnarlítill. — Ennfremur þarf hús-
móðirin að hafa bak við eyrað, að gesti kunni að bera
að g'arði, þá þarf að eiga eitthvað gott að hressa þá á,
sem ek'ki er mikið umstang við.
Kvenfólkið, sem heima er, má láta hendur standa
fram úr ermum til þess að alt sje búið sem tímanleg-
ast, eða þegar heimilisfólkið, sem hefur vinnu sína ut-
an heimilisins, kemur heim. Búið sje að baða börnin,
og koma þeim niður, þeim yngri, hin eldri fá oft að
vera lengur á fótum þetta eina kvöld en vanalega.
Loks er alt komið í skorður, allir heimamenn saman-
komnir, hrestir og endurnærðir af baðinu, búnir svo að
segja að þvo af sjer strit og þreytu vikunnar. Þá byrjar
helgin, við'höfn er meiri á kvöldmatnum þetta kvöld
en ella. Þeir sem komu utanað hafa haft eitthvað með
sjer heim til hátíðabrigðis eða tii hressingar eftir
kvöldverð, þegar heimilisfólkið er sest inn í stofu,
skrafar og skeggræðir og lætur ró falla yfir sig, nýtur
hvíldarinnar eftir vel unnið vikuverk. — Þetta er eina
kvöld vikunnar, sem maður má með góðri samvisku
vaka fram eftir, því nú þarf ekki að fara snemma á
fætur að morgni. Hver og einn notar kvöldið eftir því
sem honum best líkar, en allir eru þegjandi ásáttir um
að vera heima þetta kvöld, ef þeir mögulega geta, njóta
heimilisfriðarins í sameiningu, skemta sjer saman,
raska ekki ró heimilisins með því að hlaupa sitt i
hverja áttina, eða hafa umstangsmikil störf með hönd-
um, sem skarkala hafa í för með sjer. — Menn skemta
sjer á ýmsan hátt: Spjalla saman, syngja, spila á hljóð-