Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 135
133
Hlín
verk þeirra á almennum vettvangi. — Þeir hafa kom-
ið sjer upp fræðslukerfi hver um sig og það væri fróð-
legt að bera þau saman, og sjá hvert væri nothæfast
og smekklegast. Það hefði einnig án efa mikla þýðingu
fyrir skólana sjálfa, að þeir hefðu tækifæri til að bera
sig saman.
Niðurstaðan varð þó sú að efna til almennrar sýningar
fyrir land alt, en skólavinna ætti þó, að mínu áliti, að
vera sjer að svo miklu leyti sem mögulegt er.
Söludeild verður eflaust höfð í sambandi við sýning-
una, og væri æskilegt að hún yrði sem fjölbreyttust og
að samræmi yrði sem best í vinnu og verði.
Um kostnaðarhlið sýningarinnar verður án efa rætt
í blöðum og Útvarpi. — Sú tilhögun, sem höfð var á
Landssýningunni 1930 í nokkrum sýslum, þarf nú, að
mínum dómi, að verða almenn, þannig, að hver sýsla
og bær beri að öllu leyti kostnað og ábyrgð á sinni
sýningardeild, um sendingu, uppsetningu, eftirlit og
heimsendingu. — Þá verður ábyrgðin minni á sýning-
arnefnd og hið opinbera þarf ekki að bera mikinn
kostnað af sýningarhaldinu. — Samband heimilisiðnað-
arfjelaganna, sem gengst fyrir sýningunni, hefur ekki
yfir miklu fje að ráða.
Það var í ráði að háð yrði hjer á landi Heimilisiðn-
aðarþing fyrir Norðurlönd á komanda sumri, og að
nokkrir fulltrúar kæmu þá hingað í heimsókn og hefðu
meðferðis nokkur sýnishorn af heimilisiðnaði sinna
landa. Hvort þessi áætlun fær staðist svo sem ástand-
ið er nú í heiminum, er óvíst.
Að athuguðu máli er það fyrir allra hluta sakir gott
og gagnlegt að hafa sýningu á handavinnu landsmanna
til þess að sjá hvar við stöndum í því efni. Það er mik-
ils vert, ekki síst á þessum tímum, að geta bjargast
við heimafengna baggann.
Halldóra Bjamadóttir,