Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 149
Hlín
147
spunnið þráð, en þó getur hún enn spunnið band. — Mjer þykir
svo vænt um að eiga þetta eftir okkur spunnið, gömlu konurnar.
R.
Gömul húsrád og venjur. — Hin eldri kynslóð, sem ekki átti
kost á að ná til læknis eða lyfsala með svo auðveldu móti sem
nú gerist, fann oft sjálf ráð við mörgum smákvillum. — Ágætt
þótti að drekka te af ljónslappa eða rjúpnalaufi við liæsi eða
kvefi. — Blóðrás þótti gott að stöðva með þornuðum vallarsvepp-
um (kerlingareldi). -— Grávíðisfífa reyndist mjög græðandi við
bruifa og önnur sár. — Hún var oft nefnd kotdúnn, sem senni-
lega stafar af því, að hi'tn mun hafa veriö notuð í kodda á fá-
tækari heimilum, líkt og mýrarfífa.
í nyrstu sveitum Skagafjarðarsýsltt hjelst sú venja fram yfir
miðja síðustu öld, að eldur var kyntur á kvíavegg fyrsta kvöld,
sem búsmali var rekinn á stöðul. —- Hvað sem venja þessi hefur
átt að tákna, þá varpaði hún sjerkennilegum blæ á þetta kvöld,
einkum þar sem þjettbýlt var. Þ. J.
Úr Sveinsstaðahreppi, Húnavatnssýslu, 10. sept. 1939: — Við
kvenfjelagskonurnar hittumst í dag í skólahúsinu að Sveinsstöð-
um, voru 14 konur þar samankomnar. Höfðum við meðferðis dá-
lítið af grænnieti og matreiddum það. Varð þetta einskonar
»matreiðslufundur«. Konurnar kendtt hver annari eitt og annað,
er Iaut að hagnýtingu grænmetis, og var svo sest að snæðingi. —
Var þetta tilbreyting, og þótti góð skemtun. — Flestar konttt
hafa nú óvenju mikið grænmeti eftir þetta yndislega sumar, hefur
það náð miklum þroska, er því áríðandi að reyna að notfæra
sjer það eftir bestu getu. H.
S. N. K. samþykti á 25 ára afmælinu á fttndi á Dalvík í sutTH
ar, að hafa umferðakennara starfandi árlangt á sambandssvæð-
inu, er leiðbeindi í matreiðslu og garðrækt, hafi námsskeið,
sýniskenslu o. fl., aðstoði konurnar í fjelagsmálum, o. s. frv.
— Það mun verða leitað eftir styrk hjá Búnaðarfjelagi íslands
og Búnaðarsamböndum sýslnanna.
Það er hörmung, að öll v^rkleg umferðakensla fyrir konur,
sem Búnaðarfjelag íslands hjelt uppi fyrir 20—30 árum með
góðum árangri, skuli vera fallin niður með öllu, það er stórkost-
'eg afturför. — Skólarnir geta ekki og eiga ekki að konta i stað
umferðakenslunnar. — Til hetinar er einmitt stofnað fyrir kon-
urnar og stúlkurnar, sent lieima sitja. — Þær Iíta svo á, ná-
grannaþjóðir okkar, að þörf sje á umferðakenslu, og hafa þær
þó nóga verklega skóla. — Ekki alls fyrir löngu hafa Norðmenn
10*