Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 71
Hlín
69
ofið. — Halldór á Álafossi, Bogi Þórðarson o. fl. áhuga-
menn sunnanlands komu upp ullariðnaði við Reykja-
foss í Ölfusi og á Álafossi. Alt þetta bætti stórum fyrir
aukinni framleiðslu á ullarvöru, gerði mönnum ljettara
fyrir um alla tóvinnu, því um sama leyti koma líka
prjónavjelarnar til sögunnar. — Um þetta leyti fóru
leiðir margra manna að liggja til kaupstaðanna, svo
heimavinna ullar hefði stórum minkað, ef vjelar þess-
ar hefðu ekki komið og ljett undir. Handspunavjelar
Suður-Þingeyinga, sem þar komu á gang, að tilhlutun
Magnúsar á Halldórsstöðum kringum 1880, komu ótrú-
lega seint til notkunar í öðrum fjórðungum landsins.
En nú munu vera um 200 handspunavjelar í notkun í
landinu og hljóta þær mikið lof.
Meðan alt var spunnið á rokka, hafði það mikla þýð-
ingu að þau áhöld væru þægileg. Torfi í Ólfasdal kom
þar til hjálpar eins og víðar, rokkar hans þóttu taka
öllum öðrum fram, og fóru víða.
Meðan vjelakembing var lítið þekt og lítið notuð,
kom það sjer vel að hafa góða kamba til að samkemba
hina ýmsu liti, til þess voru stólkambar notaðir. Mesti
stólkambasmiður má óhætt fullyrða að sje Sigmundur
Bjarnarson, á Hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði, hann
hefur smíðað 3000 pör um sína daga. Þessir kambar
fóru víðsvegar um Norðurland og eflaust víðar, sjer-
staklega þóttu þeir ómissandi við smábandstóskap Ey-
firðinga, en þeir hafa, sem kunnugt er, haldið lengst
við útfluttri söluframleiðslu af tóvinnu á landi hjer.
Meðan vefnaður í verksmiðjum ekki var kominn á
gang hjer á landi, kom sjer vel sú framkvæmd, er átti
rót sína að rekja til dugnaðarmannanna í Ási í Hegra-
nesi, Ólafs dannebrogsmanns og sona hans. Það mun
hafa verið nokkru fyrir 1880, sem þeir feðgar komu
upp hjá sjer hraðskyttuvefstólum eftir að einn sonur-
inn hafði lært þá iðn erlendis. Voru þeir einna fyrstir