Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 25
Hlín
23
Ungur drengur kom þar til að leika sjer og með smá-
erindi, urðu föt hans illa úti í glímunum við jafnaldr-
ana, ljet Sólveig þá samstundis sníða og sauma það, sem
mest var þörf á, svo drengur fór öruggur heim.
Á þessum árum, um miðja nítjándu öld, voru oft
harðindaár og ýmisleg neyð og vandræði manna á
milli. Lágu þá flestar götur og margra leiðir heim að
Gautlöndum, því húsbóndinn, Jón Sigurðsson, alþingis-
maður og umboðsmaður konungsjarða, var kvaddur til
ýmsra starfa fyrir sína sveit og sýslufjelag að auki. —
Leitaði hann jafnan ráða konu sinnar, er vanda bar að
höndum, því hún var þrautreynd við bústörfin, þegar
maður hennar sat á Alþingi eða var í ferðalögum. —
Og þó oft liggi dulin rök að því, hversu gæfurík eru
störf merkra og góðra manna, þá var það á vitorði sam-
tíðarmanna Gautlandahjóna, að sá þáttur var þýðing-
armikill og traustur, sem tengdi þau saman um heimili
sitt og fjölskyldu. — Vil jeg leyfa mjer í því efni að
vísa til umsagnar Jóns í Múla, alþingismanns, en konu
hans höfðu þau hjón flutt sjúka heim til sín og veitt
aðhlynning með venjulegri nærgætni.
Set jeg hjer þennan kafla, sem prentaður er í æfi-
minningu Jóns Sigurðssonar 1890 í „Andvafa“ það ár,
og vona að enginn misvirði:
„Árið 1848, 14. dag júnímánaðar, kvongaðist Jón Sig-
urðsson á Gautlöndum og gekk að eiga Sólveigu Jóns-
dóttur, prests Þorsteinssonar í Reykjahlíð, þá var Jón
tvítugur, og voru þau hjón þvínær jafnaldra. Sólveig
var hin mesta atgerfiskona, og verða mannkostir henn-
ar lengi í minnum hafðir í þessu hjeraði og víðar. —
Var mjög jafnt á komið með þeim hjónum fyrir margra
hluta sakir. Þau voru bæði fríð og höfðingleg ásýndum,
segja svo margir gamlir menn, að jafn álitleg brúðhjón
hafi þeir aldrei sjeð. Þau voru bæði einörð, kjarkmikil
og fjörug, og bæði gáfu þau jafnan hina sömu dreng-