Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 50
48
Htín
„Hún ætti nú að geta það, sem er útskrifuð úr kvenna-
skóla“. Og svo er komið með efni í allskonar fatnað,
sem hún á að sníða og sauma, og hamingjan hjálpi
henni ef fötin fara ekki vel. Hún á að geta búið út í
veislur, sett upp vef, kent börnum, og til heimilis, sem
kvennaskólastúlka er á, eru sjerstakar kröfur gerðar. —
Þetta er nú alt gott og blessað. En það skrítna er, að
til stúlkna, sem ekki hafa í skóla gengið, eru engar
svona kröfur gerðar. Það sýnir hvert mat almenningur
leggur á hlutina. Það eru skólamir, sem eiga að veita
alla fræðslu. Heimilin eru lítils metin, eða sá lærdóm-
ur, sem þau veita. Sá ieinn er mentaður, sem gengið
hefur í skóla, lengri eða skemri tíma. En þó vita það
allir, bæði guð og menn, að sú mentun, sem skólarnir
veita í hinum fjölþættu og vandasömu störfum, sem
fyrir húsmóður og móður liggja, er bæði lítil og ófull-
nægjandi.
Að sjálfsögðu eru það heimilin, sem eiga drýgstan
þáttinn í verklegri kunnáttu ykkar og öllum mann-
dómi. Það er líka auðvitað og eðlilegt. Þar hafið þið
fylgst með störfum, síðan þið komust á legg, og eins og
nætti má geta, festist alt betur í minni, sem maður
sjer og getur tekið þátt í öll hin áhrifaríku uppvaxtar-
ár. Þið hafið æft hin margvíslegu störf, sem heimilið
þarfnast ár eftir ár. Vanist þar á að hirða, nota og nýta
til hins ýtrasta alt það, sem búið gefur af sjer eða sem
til fellur á heimilinu. — Og imga stúlkan fær um alt
þetta þá einkaleiðbeiningu, sem móðirin getur besta í
tje látið dótturinni til handa í veganesti á lífsleiðinni.
Þetta er mikilsverð fræðsla, sem ekki má gera lítið úr.
— Þið hafið þannig mentast á margan hátt heima, þó
hvorki þið sjálfar nje foreldrar ykkar hafið kallað það
því nafni.
Það er sannast að segja, að margt þarf konan að
kunna, sem ætlar sjer að standa vel í stöðu sinni sem