Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 78
76
Hlín
Samvinnumál kvenna.
(Útdráttur úr erindi fluttu á aðalfundi Sambands
borgfiskra kvenna í Reykholti 1939).
Svo virðist sem konum skiljist það æ betur, að þeim
sje þörf á að vinna saman, jafnframt því sem í ljós
kemur, að kvenfjelög víðsvegar um landið eru lífseig
og geta komið ýmsu allmikilsvarðandi til leiðar. —
Verkefni þessara fjelaga eru margvísleg og víðast mið-
uð við þær ástæður, sem fyrir hendi eru á hverjum
stað. — En síðan fjelögin fóru að mynda með sjer
sambönd, og þau sambönd síðan að mynda eitt lands-
samband, er enn meir en áður nauðsyn á að gera sjer
ljós þau verkefni, sem eiga að vera tengiliðurinn milli
allra fjelaganna, sem samböndin mynda, eða rjettara
sagt, gera sjer grein fyrir því, hvaða mál eru og eiga
að vera samvinnumál kvenna um land alt. — Vil jeg
tvískifta málum þessum, annarsvegar ræða starf og
stefnu Kvenfjelagasambands íslands og hinsvegar sjálf
kvenr j ettindamálin.
Því er svo farið, að starf hverrar húsfreyju er fyrst
og fremst þjónusta, fórn. Hag heimilisins, eiginmanns,
barna og hjúa ber hún æ fyrir brjósti. Kröftum sínum
slítur hún oftast nær beint í þágu þjóðfjelagsins eða
þess hluta þess, er hún starfar í: Heimilis síns. — Það
er því fjarri sanni, að konur sjeu að vinna að eigin
hagsmunum, er þær taka að vinna saman að ýmsu því,
er verða má til ljettis og hagsbóta í þeirra verkahring.
— Þau störf eru bæði beint og óbeint til þess að bæta
þjóðarbúskapinn, þjóðaruppeldið.
Eins og kunnugt er, er aðalstefnuskrá Kvenfjelaga-
sambands íslands sú að vinna að aukinni húsmæðra-
fræðslu í landinu, og að hverju því, er verða má til