Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 131
Hlín
129
Ársritið f,Hlín“.
Á síðastliðnum vetri, nokkru fyrir nýár, sendi jeg
gegnum Ríkisútvarpið svohljóðandi auglýsingu um
framhaldsstarfsemi „Hlínar“:
„Orðsending frá Halldóru Bjarnadóttur útgefanda
ársritsins „Hlín“ til útsölumanna ritsins víðsvegar um
land: Það hefur lengi vakað fyrir mjer að æskilegt
væri að geta stækkað „Hlín“ lítið eitt, sjerstaklega að
hún hefði árlega inni að halda eina litprentaða örk fyr-
ir börn. — Þetta er nú fastráðið, og jafnframt að ritið
hækki í verði. — Það er einnig óhjákvæmilegt vegna
hækkunar á pappír og prentun. — „Hlín“ kostar þvi
hjer eftir kr. 2.00 í stað 1.00 krónu. — Handavinnubók
fylgir sem fyr.
Þeir útsölumenn, sem ekki treystast til að selja
sömu tölu og fyr með þessu hækkaða verði, gefi mjer
vinsamlegast upplýsingar fyrir 1. apríl næstkomandi“.
— Halldóra Bjarnadóttir, Seyðisfirði. — (Orðsending
þessi var endurtekin í Utvarpinu nokkru síðar).
Mjer hafa borist mörg brjef frá hinum 400 útsölu-
mönnum „Hlínar“ víðsvegar um land, þar sem mjer er
tilkynt að flestir kaupendur vilji halda áfram kaupum,
þótt verðið hækki. — En margir hafa engu svarað, og
með því það er gamall og góður siður, að telja þögn
sama og samþykki, sendi jeg þessu góða fólki svipaða
eintakatölu og áður og vona að þeir misvirði það ekki.
— En þótt útsölumenn selji ekki alt upp, sem sent er,
kæri jeg mig ekki um endursendingu óseldra eintaka
að þessu sinni, en vil nota óseldu heftin til útbreiðslu,
og sjá hvað setur í framtíðinni.
Jeg hafði fastlega ásett mjer að láta ekki verð „Hlín-
ar“ yfirstíga kr. 1.00 meðan jeg ætti yfir henni að ráða,
en hjá því varð ekki komist, og mátti heita sjálfsagt,
9