Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 40
38
Hlín
eitthvað gengi á annan veg en óskir stóðu til. — Það
er oft á orði haft, hve fólki gangi erfiðlega með sam-
vinnu alla og samstarf. Reynir mest á slíkt í fleirbýli,
þar sem margt er óskift um afrakstur og tillagnir við
búreksturinn. Verður þar oft að taka tillit til vilja og
hagsmuna annara engu minna en eigin hagræðis, ef
ekki á að verða sá árekstur í samstarfinu, sem til ó-
farnaðar leiðir — Ingunn sáluga bjó allan sinn búskap
í tvíbýli og fleirbýli, því jörðin er stór, bæði að lands-
nytjum og hlunnindagagni. Þarf því mikla atorku og
umsvif, svo alt geti orðið að fylstu notum. — í þessu
starfi átti Ingunn óskerta virðingu og velvild allra, sem
þar áttu hlut að máli.
En þar sem mannkostir Ingunnar, að mínu áliti, lýstu
sjer best, var í uppeldisstarfi hennar. Það var aðdáan-
legt hve auðvelt henni veittist að ávinna sjer ást þeirra
barna, sem hún gekk í móðurstað. — Þeim hjónum
varð ekki barna auðið, en þau tóku 4 börn til fósturs,
tvo drengi og tvær stúlkur, og ólu þau upp sem bestu
foreldrar. Þar tók Ingunn að sjer móðurskylduna og
lagði í það starf móðurumhyggjuna í sinni fullkomn-
ustu mynd. — Hún átti líka því láni að fagna að vera
bæði elskuð og virt af fósturbörnunum. — Skáldin og
aðrir þeir, sem fallegast mæla, hafa kveðið móðurást-
inni það lof, að þar nái mannssálin sínu fegursta göfgi.
Er það næsta eðlilegt, meðan mannlegar tilfinningar
eru að einhverju metnar. En þar sem forsjónin neitar
um hina fyrstu móðurgleði, þarf engu minni sálargöfgi
eða sjálfsfórn til að inna af hendi móðurstarfið með
fylstu sæmd. — Þó að fósturbörn Ingunnar hafi í besta
máta notið ástar og umhyggju hennar, þá má fullyrða
að öli þau börn og unglingar, sem áhrif hennar náðu
til, hafi góðar minningar til þess að rekja. — Sá sem
þetta ritar átti því láni að fagna að dvelja samvistum
við hana öll uppvaxtarárin í sambýli. Jeg átti þá bestu