Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 46
44
Hlín
Sunnudagahelgi.
Endurminningar frá Norðurlöndum nokkurra ára
gatmlar.
„Sex daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda daginn
skaltu halda heilagt11, segir bók bókanna. — Það er
misjafnt, hve þjóðimar láta sjer ant um að hlýðnast
þessu boði. — íslendingum liggur við að brosa að Eng-
lendingnum, sem fer til kirkjunnar þrisvar sirmum á
dag, afgreiðir ekki skipin, takmarkar jámbrautarferðir
og lætur póstinn eiga góða daga. — En margra skoðun
er það, að hið stranga helgidagahald Englendinga eigi
mestan og bestan þátt í því að gera þá hrausta og
þolna, gera þá að öndvegisþjóð heimsins. — Hefði al-
menningur ekki fulla hvíld einn af sjö dögum vikunn-
ar, mundu maskínurnar mala sundur þróttinn og þrek-
ið, vinnuhraðinn sveifla þjóðinni inn í hringiðu Mamm-
ons í samkeppninni, svo hún týndi sjálfri sjer, yrði
ókunnug heimilum sínum, náttúrunni og bókunum
góðu. Þúsundum saman leitar hinn þreytti lýður i
löndunum, ríkir og fátækir, að hvíld og ró fyrir sál og
líkama þennan dag eftir hita og þunga vikunnar, sumir
í skauti náttúrunnar, sumir í skauti heimilisins.
Fjölmargir eru þeir, ríkir og fátækir, hátt og lágt
settir í mannfjelagsstiganum, sem lítil kynni hafa af
heimilum sínum nema um helgar. Sunnudagurinn
verður þeim því blessaður dagur, hressing fyrir líkama
og sál alla daga vikunnar, sem í hönd fer.
Maður verður þess skjótt var, hversu dagurinn er
öllum kær, af því hvað menn gera sjer mikið far um
að undirbúa alt sem best til helgarinnar á laugardag-
ana. — í kringum húsin er sópað og prýtt, gatan sópuð
í smábæjunum, þar sem ekki er opinber strætishreins-
un. — Föt, sem til þerris hanga, tekin inn. — Blóm-