Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 117
Hlín
115
fjelagsins og nokkrar tekjur af heyskap seinni árin.
Eignir fjelagsins eru nú um 7000 krónur. — Þessi upp-
hæð er ekki nærri nóg til að starfa sem vera ber, en
þetta er sá fjársjóður, sem segja má að við höfum í arf
þegið frá stofnendum og starfsmönnum fjelagsins
fyrstu 60 árin. Okkur er skylt að auka upphæðina og
ávaxta það pund, sem okkur er í hendur lagt, en ekki
að grafa það í jörðu með aðgerðaleysi og dáðleysi.
í þessi 60 ár hafa að meðaltali verið 12 menn í fjelag-
inu árlega, það er lág tala, en til glöggvunar skal þess
getið að í sveitinni var við stofnun 80—90 manns, en nú
50—60 manns. Flestir hafa fjelagar orðið 25, árið 1925,
en fæstir 6, 1901. — Stofnár fjelagsins voru þeir 22,
það má því segja að stofnendurnir hafi sáð þeim fræ-
kornum, sem skotið hafa frjóöngum fljótt og vel. En
þá komu þurkar og næðingar, sem töfðu mjög fyrir
framhaldsþroska og gróðri nýgræðingsins. — Hin síðari
ár hafa fjelagar aldrei orðið færri en um 20, eða nálega
Vs sveitarmanna. Má telja það allháa tölu, þegar tekið
er tillit til fólksfjölda sveitarinnar og fjelagslyndis og
eðliseinkenna íslendinga, yfirleitt. — Það er mjer mikið
gleðiefni, að nú síðustu árin hafa unglingarnir gengið
í fjelagið næstum jafnótt og þeir komast af barnsaldr-
inum.
Sú mun koma tíð, því trúi jeg statt og stöðugt — að
allir Loðmfirðingar muni í fjelagið ganga jafnskjótt og
þeir komast af barnsaldrinum. — Þegar Loðmfirðingar
hafa náð svo háu fjelagslegu siðgæði, þroska og menn-
ingarþrá — þá er fjelaginu borgið og sveitinni líka.
Hjer hefur verið dregin upp ofurlítil mynd af Fram-
farafjelagi þessarar sveitar, starfsmönnum þess og
stofnendum. Jeg er viss um að sú von og sú ósk hlýtur
að vera ráðandi hjá okkur, að fjelag þetta megi dafna
og þroskast, eflast og blessast til hagsældar og fram-
fara þessari sveit og halda þannig minningu hinna hug-
8*