Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 152
150
Hlín
—Það er búið að vinna 1112 pör af háleistum í vetur og 60 karl-
mannspeysur, flestar vjelprjónaðar, ennfremur hefur töluvert ver-
ið gert af nærfötum, sokkum og peysum fyrir bæinn, handa þurfa-
lingum hans. — Hjer hafa verið ofnir gólfklútar og gólfrenninga
(tuskuteppi), höfum við ofið fyrir fólk og tökum þá 2 krónur á
metrann fy'rir uppistöðuna og vinnuna. — Það komu fjöldamargir
að fá ofið, en nokkrir ófu líka sjálfir. — Ein fjelagskonan vefur
handklæði, þurkur og gólfklúta fyrir spítalann, önnur handklæði
°g gluggatjöld til sölu, handa hverjum sem hafa vill.
4 hcimilisiðnaöarfjctög eru.nú stofnuð á Austfjörðum: Seyðis-
firði, Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði, annast þau um sölu-
framleiðslu í Fjörðum: Leista, peysiír, stoppteppi, þófaleista, fína
karlmannssokka, þau gefa mönnum kost á tuskuteppavefnaði,
stuðla að námsskeiðum o. s. frv.
Frjettir af hlindu stúlkunni ú Kolmúta við Reyðarfjörð: —
Fríða mín er nú altaf heima og vefur mikið, enda ákaflega
hraust. — Hún sendi suður í vetur ýmsa muni, bæði ofna og
prjónaða, sem fyrir tilstilli góðra manna voru settir á Prjónles-
sýninguna, sem haldin var í des. í vetur. — Töluvert seldist af
því, og eftirtekt hygg jeg að það hafi vakið, þó það geti auð-
vitað ekki staðist samanburð við það, sem sjáandi fólk framleiðir,
og þeir sem strangastir eru geti eitthvað fundið að lit þess og
lögun. — Hún framleiðir mikið, vantar að það seljist eins ört
og þyrfti. — Hana vantar sjaldan verkefni, enda ágætur maður,
Björn Jónsson kennari, sem aðstoðar blinda fólkið. G. G.
Frú kvcnfjelaginu »Vaka«, Blönduósi: Við höfum ráðið til okk-
ar vefnaðarkonu 2 s. 1. vetur. Vefnaðarstarfræksla fjelagsins er
sjálfstæð, þannig að fjelagið sjálft ber engan kostnað af vefnað-
inum, heldur aðeins þær konur ,sem láta vefa á hverju starfsári.
Konur bor'ga vefnaðarkonunni dagkaup, kr. 1.50 og fæða hana,
en húsnæði með hita og ljósi .er jafnað niður. Auk þess er lagt
ofurlítið gjald á hvern metra, sem lagt er í sjerstakan sjóð til
viðhalds vefstólnum. — Veturinn 1937—38 voru settir upp 16
vefir, til jafnaðar 15—16 m. hver. — Álika mikið hefur verið ofið
s. 1. vetur. — Það sem ofið hefur verið er: Borð- og kaffidúkar
með mundlínum, borðdreglar, handklæði, leirþurkur, bekkábreið-
ur, rúmábreiður, gluggatjöld, lakaefni og gólfdreglar (ull, tuskur
og hrosshár). — Stúlkurnar, sem starfa hjá okkur liafa fengið
framhaldsnám í vefnaði í Kvennaskólanum. — Við höldum vefn-
aðinum áfram á sama þátt í vetur.
Prjónavjelar og parafinvax. — Það er nauðsynlegt að vaxbera
band og garn, þegar það er prjónað á vjel, er það gert um leiö