Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 141
Hlín
139
Fjallagrös.
Blessuð grösin. Þau eru mjög holl og í þeim eru
mörg lækningaefni, hvort sem þau eru notuð í mjólk,
grauta eða drukkið af þeim te. — Jeg hef í mörg ár
notað fjallagrös, drukkið af þeim seyðið í stað kaffis,
sem jeg er hætt að drekka eftir læknisráði. — Jeg vil
eindregið ráða öllum til að fá sjer fjallagrös og nota
þau í stað kaffis, einkum þeim, sem eru veilir á heilsu.
Jeg sýð lítinn hnefa af grösum í góðum potti af vatni
í 15 mín. eða svo, það má sjóða 2—3 sinnum af sömu
grösunum (grösin sjálf eru ágæt við tregum hægðum).
Nú á þjóðin að spara og búa að sínu á sem flestum
sviðum. — Menn og konur! Notið ullina til að klæðast
í og heilnæm grös og jurtir til að borða, það svíkur
engan. — Ekkert er jafndýrmætt og heilsan, gerið alt
til að vernda hana og viðhalda henni, það er hægt að
koma í veg fyrir marga sjúkdóma með því að hafa
heilnæmt fæði og hlý föt. — í landinu okkar er flest
það til, sem þjóðin þarfnast til fata og matar. — Talið
við góða og vitra lækna um þetta mál, þeir þekkja
gildi og hollustu þess, sem menn þarfnast til að við-
halda heilsu og kröftum.
H. Á.
„Gimsteinahúsid“.
(Brot úr frásögn íslenskrar konu vestan hafs, sem
heimsótti sýninguna í New York í síðastliðnu sumri).
Vafalaust er „gimsteinahúsið“ sá skálinn á sýningar-
svæðinu, sem mestan geymir veraldarauðinn. — Þar
eru samankomin meiri auðæfi en jafnvel Krösus ljet
sig nokkru sinni dreyma um. — Þarna eru hrúgur af
höggnum og óhöggnum gimsteinum margra miljón
króna virði.
Samfara mjúku undirspili og tempruðum ljósum,