Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 121
Hlín
119
Þegar þið hafið komið ykkur upp hjalli munið þið
finna, að hann verður fljótur að borga sig í öllum
skilningi, því um leið og hann tryggir ykkur að einn
liðurinn í ykkar margþætta og ábyrgðarmikla starfi
sje vel af hendi leystur, færir hann ykkur nær því
takmarki að verða góðar eiginkonur, húsmæður og
mæður. — Gleymið því aldrei, að hvert verk, sem þið
vinnið, hve einfalt, sem það virðist vera, þá er það þess
virði að það sje unnið af alúð og í öllum hreinleik. —
Og um leið og þið vinnið fyrir ykkur sjálfar og vinnið
vel, þá vinnið þið landi og lýð til hagsbóta um leið.
Rekinn mikli.
Kæra „Hlín“. Mig hefur lengi langað til að senda
þjer sögukorn, en jeg veit ekki hvernig lesendum þín-
um hugnast að henni, jeg hef ekki vanið mig á rit-
mensku um dagana, og verður því fáum lesendum
,,Hlínar“ bjóðandi, það er hjer segir frá. — Jeg var á
þriðja ári, er jeg var flutt frá fátækum foreldrum út
að sjó til föðursystur minnar, og ól hún mig þar upp.
— Jeg var eina barnið á bænum, fjörug og glöð, en
hafði engan til að leika mjer við, undi jeg því illa hag
mínum inni og þráði að hlaupa út, en altaf var þessi
stóri sjór það er fyrst mætti augum mínum, þegar út
kom. — Fór jeg því brátt að skygnast eftir aðsetursstað
til leika og fann fallegar klettasillur neðan undir vallar-
bakkanum, fann jeg þar brátt fallega bústaði, er jeg
smásaman vitkaðist, og tíndi þangað alt, sem mjer
auðnaðist til leika, sat jeg þar löngum og horfði á sjó-
inn, og var þar altaf mig að finna, er mín þurfti eitt-
hvað við.