Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 24
22
Hlín
heimili gat tekið allan dag. — Málrómur hennar var
sterkur og hreinn, eins og hún sjálf, og líktist söngtón-
um þeirra, sem læra til einsöngva nútímans. — Bræður
Sólveigar tveir höfðu annálsfagra söngrödd. Sjö voru
bræður hennar, allir vel metnir heiðursmenn, þar á
meðal 4 prestar og systur hennar tvær prestskonur.
Yngsta systir hennar, Jakobína, var þjóðkunn að gest-
risni og húsfreyja skáldsins Gríms Thomsens á Bessa-
stöðum. — Það sannaðist á Sólveigu, sem oft er bent á
og reynslan sannar, að áhrifin frá æskuheimilinu eru
rík, það er þýðingarmikið og í margra augum mikil
gæfa að hafa átt gott æskuheimili. — Móðir þessara
mörgu Reykjahlíðarsystkma, Þuríður, var orðlagður
kvenskörungur og góðgjörn ljósmóðir, svo að hún, eins
og Sólveig dóttir hennar síðar, ljet flytja heim til sín,
eða sótti sjálf, veikburða fólk, og bjargaði þannig kon-
um og börnum frá örþroti.
Ekki er þess getið, að Sólveig hafi gengið í skóla til
að læra bústörf, en þó var hún fyrirmyndarkona við
að sníða og sauma fatnað heimilismanna og tóvinna
hennar var öll hin vandaðasta. — Á seinni árum Sól-
veigar höfðu dætur hennar og tengdadætur aflað sjer
fróðleiks og voru settar til menta, en sóttu engu að síð-
ur öll ráð til hennar, og heyrðist því oft sagt: „Jeg skal
spyrja mömmu!“ — Ósjálfrátt spyr maður líka: „Hvar
lærðu þessar ágætu konur sína ment og heimilisprýði?"
Skyldu þær ekki, mann fram af manni, hafa kepst við
að líkjast mæðrum sínum.
Nýlega sagði mjer kona, sem dvaldi á unglingsárum
sínum á Gautlöndum og ber nafn Sólveigar: „Hún var
minn góði engill. Hún steig yfir allar smáyfirsjónir og
vorkendi þeim, sem sýndu lítilmensku. Ekkert auð-
virðilegt þróaðist í návist hennar“. — Gömlum mönn-
um, sem eru minnisstæð góðverk þau, er þeir þektu af
eigin raun frá Gautlöndum, koma þau oft í hug. —