Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 84
82
HUn
boðs í heiðnum löndum, og er það þó mikið á annað
hundrað miljónir króna.
Þeir, sem mestu hafa fórnað fyrir málefni Krists,
hafa, eins og kunnugt er, einatt orðið fyrir aðkasti og
verið sökum bomir, eins og væru þeir mestu illgerða-
menn, en ekki uelgerðamenn mannkynsins. — Mesti
prjedikari okkar íslendinga hefir jafnvel kveðið svo
fast að orði, að því þætti nú öllu illa varið, sem Guði
vœri gefið. — Þeir tímar komu, og var ekki langt að
bíða, að lærisveinunum þótti engu vel varið, nema það
væri gefið Jesú. Þeim þótti þá engin fórn of stór hans
vegna, jafnvel ekki mannorð þeirra. Þeir voru „glaðir
yfir því, að þeir höfðu verið virtir þess, að líða háðung
vegna nafnsins“, stendur í Postulasögunni. — En þá
hafði Pjetur postuli, en ekki Júdas Ískaríot, orð fyrir
þeim. Og Páll postuli kvað svo að orði: „Jeg met lífið
einskis virði fyrir sjálfan mig, ef jeg aðeins má enda
skeið mitt og þjónustuna, er jeg tók við af Drotni Jesú,
að vitna um fagnaðarerindið um Guðs náð.“ — Þá voru
þeir orðnir sama hugar og María, — og reyndar Jesús
sjálfur.
En hvernig urðu þeir það? — í þrjú ár höfðu þeir
verið lærisveinar hans. En því lengur sem þeir voru
með honum, því meiri ráðgáta varð þeim það, hver
hann væri, þessi undarlegi maður, svo sannur maður á
allan hátt, en þó svo ólíkur öllum öðrum mönnum. —
Gat það verið, að hann væri Messías, hinn fyrirheitni?
— Þeir höfðu gert sjer alt aðrar hugmyndir um hinn
fyrirhugaða Messías, en fanst þó stundum, að Jesús
hlyti að vera hann. — Pjetur varð fyrstur til að kveða
upp úr með það og sagði opinskátt: „Þú ert Kristur,
sonur hins lifanda Guðs!“ — En Pjetur varð einnig
fyrstur til að afneita honum, þegar æðstu prestarnir og
höfðingjarnir framseldu hann til dauðadóms, og hann
var krossfestur. — Og allir hneyksluðust þeir á hinni