Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 60
58
Hlln
hverjum hinum erfiðustu tímum, sem yfir landið hafa
gengið. — Eins og vænta mátti urðu afleiðingarnar
þær, að kristilegt líf dapraðist, því þó biskuparnir
hjeldu áfram að starfa, varð hjer svo mikil breyting á
öllu frá því sem áður var, og landsfólkið hafði minna
af biskup að segja eftir að hann varð einn og hvarf til
höfuðstaðarins. — Kristindómi hnignaði því, og bar
margt til þess, og honum hefur haldið áfram að hnigna
til þessa dags. Deyfð og kæruleysi gagnvart kirkju og
kristni farið vaxandi og heimilisguðræknin, þessi tákn-
ræni og hátíðlegi þáttur í heimilislífinu, víðast hvar
lagður niður. — Þetta er sorglegt. —
En nú virðist að roði fyrir nýjum degi í kirkju vorri.
— í því sambandi vil jeg minnast á eitt atriði. — Það
er gleðilegt tákn, að nú er vaknaður áhugi fyrir því
að reisa úr rústum fornhelga staði. Með því sýna menn
ást sína á málefni kristindómsins og minningu hinna
mætu fræðimanna, er þar hafa lifað og starfað — og
að síðustu lagt þar bein sín til hinstu hvíldar. — Það
mun gleðja, ekki einungis kristindómsvini, heldur og
alla þá, er menningu landsins unna, að kærir, sögurík-
ir staðir hefjist aftur til vegs og virðingar. — Hóla-
dýrðin er ekki horfin, þó hinar dýrðlegu katólsku
messugerðir og hátíðasöngvar heyrist þaðan ekki
framar. — Andinn eilífi vakir, — þó aldraða fólkið
eigi ekki framar elliheimili á þessum fornhelga stað,
þar sem það getur fundið hvíld og hulið harma sína
og fátækt í skjóli minninganna um hinn „blessaða
biskup“. — Jeg vona að Norðlendingar elski Hóla-
kirkju sína og bændamenninguna, sem þar vex og þró-
ast á leiði fornra minninga, og að þeir segi enn með
ást og virðingu: „Heim að Hólum“.
Jeg veit að hið fagra, söguríka Skálholt verður aldrei
framar biskupssetur. — Tímarnir eru breyttir. — Jeg
veit að sama rósin sprettur þar aldrei aftur. En önnur