Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 15
kvæmdir í því máli, en Halldóra Bjarnadóttir hefur
reynst úthaldsbest. Nú starfar hún sem ráðunautur al-
mennings í heimilisiðnaði í landinu. —
Starfið var að nokkru leyti hafið með áhlaupi. Það
var uppi fótur og fit. Á sambandsfundum voru hafðar
sýningar á heimilisiðnaði, og kom þá í ljós, að enn var
margt eftir af fögrum vefnaði og prjóni, og að enn
kunnu konur að hæra ull og spinna. — Starfið beindist
því aðallega að bættri aðstöðu almennings um aukinn
heimaiðnað, og því sem mest á reið, að kenna almenn-
ingi að meta notagildi heimaunninna hluta og fatnað-
ar og auka fjölbreytni í framleiðslunni. — Margt hefur
á þessum tíma orðið til þess að menn lærðu að skilja
að holt er heima hvað.
Sambandið á nú gott sýnishornasafn af vönduðum
heimilisiðnaðarmunum, sem H. B. hefur keypt á sýn-
ingum víðsvegar um landið eftir beiðni Sambandsins.
Var varið til þessa 200 krónUm á ári í 5 ár. — Varðveit-
ir Halldóra safnið og hefur til sýnis. Einnig voru veitt-
ar til útgáfu Vefnaðarbókar, sem nú er að koma út sem
fylgirit Hlínar, kr. 50.00 á ári í 3 ár.
Almenn heilsuvernd og hjúkrun sjúkra hefur að
sjálfsögðu altaf verið rædd á fundunum og ýrnsar á-
gætar konur um það annast. Hugðarefni konunnar er
altaf að hlúa að því veika og smáa, og vona jeg að hún
glati aldrei þeim hæfileika, sem henni er í blóð borinn.
— Við höfum viljað tryggja alþýðu manna betri að-
stoð, en oft er kostur á, þegar sjúkdómsbölið sækir þá
heim, með því að hafa starfandi hjúkrunar- eða hjálp-
arkonur í hverri sveit og kauptúnum. — Um þetta mál,
eins og auðvitað mörg önnur, hafa allar landsins konur
staðið saman. — Ýmsir örðugleikar hafa valdið því, að
enn er ekki viðunandi lausn fengin á því máli, þó nú
sje að breytast nokkuð okkur í vil. Er nú tími og tæki-