Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 110
108
Iilín
var til matar daglega, og síaði þannig drykkinn, gerði
það sama gagn og Kristjana á Hvanneyri ráðleggur
að skera með hnífi, líklega til að varna gerru: sýringu,
Jeg er orðin margorð um blessað skyrið, sem ennþá
er í góðu gengi á íslandi.
Ekki er ástæða til að minnast neitt frekar á meðferð
á kjöti. Hún er til sveita svipuð því sem hún hefir ver-
ið síðan að ekki varð skortur á salti, svo kjötið væri
alt reykt eða vindþurkað. — Meiri breyting hefur orð-
ið á brauðgerð, síðan hveitið varð auðfengið og haft
sem hversdagsmatur. Fyrir 70 árum sást það varla á
heimilum nema sem veislu- eða hátíðaglaðning, og því
var verið að sigta það fínasta úr rúgmjölinu í lummur
og kleinur, eða í mótuðu kökurnar, sem soðnar voru í
fitu eða bakaðar á glæðum. — Flatbrauð, sem við köll-
um, hefur verið í gildi frá ómunatíð á íslandi, ef orðið
,,Hleifur“ hefur verið í líkingu við það brauð, sem tal-
að er um í fornsögum. — Það var lítið átt við að sýra
brauð á líkan hátt og pottbrauð seinna, en til voru
ósýrðar kökur, sem voru 2gja þuml. þykkar, skornar í
lengjur og bakaðar undir potti, og svo voru teknar
smáar, þykkar kökur og raðað í topp og bakaðar á
sama hátt eða soðnar sem kekkir niðri í graut, 3gja
tíma suðu, eins og títt var um alt rúgmjöl nema flat-
brauðið.
Þetta var nú tilbreytingin í tíð foreldra minna og afa
og ömmu, þá voru engar snöggar breytingar á hlutun-
um. — Sama er að segja- um útskorna laufabrauðið og
mótuðu kökurnar, þar sem mótin voru útskorin með
heilögum ljóðlínum, rósum og nöfnum eigenda eins
og rúmfjalir og spænir, sem nú sjest aðeins á forn-
menjasöfnum. — Laufabrauðið er enn í góðu gildi hjer
sem hátíðamatur eins og lýst er í „Hlín“ af J. Frið-
laugssyni, þó notaðar sjeu nú ótal aðrar sætabrauðs-
tegundir.