Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 100
98
tílín
ekki traust á sjálfum sjer. — Ef þau börn, sem fljót
eru, fá æfinlega að svara, kemst það inn hjá þeim, sem
seinni eru, að ekki sje til neins fyrir sig að reyna neitt.
En það er ekki gott. Það þarf að hlúa að þessum plönt -
um líka, og með góðri hjálp verða þær alveg eins stór-
ar og sterkar og hinar. — En af engum kröftum meg-
um við missa í víngarði vorum.
Jeg veit að sunnudagaskólinn minn heima er ekki til
fyrirmyndar á nokkurn hátt, samt vil jeg minnast á
hann áður en jeg lýk máli mínu. — Öll börnin tala og
lesa íslensku, í viðbót við vanalegar sunnudagaskóla-
bækur, sem notaðar eru í öðrum sunnudagaskólum, er
öllum ólæsum börnum gefið íslenskt stafrófskver og
þau látin lesa í því í skólanum. — Eldri börnin, sem
komin eru yfir fermingaraldur, lesa íslensk ljóð og ís-
lendingasögur. Þetta er dálítil hjálp, með því sem
heimilin gera, til að viðhalda móðurmáli voru.
»Móðurmálið er blómsturband,
sem bindur eins stóra og smáa
og geymir fortíð og fósturland
með fegurðardraumnum háa«.
Börnin okkar missa svo óumræðilega mikið ef þau
ekki kunna sitt móðurmál. — Er ekki hætt við að sjón-
deildarhringurinn þrengist, og er ekki hætt við að þau
fari á mis við margt dýrmætt og fagurt? — Mætti ekki
gera meira af því að koma þeirri tilfinningu inn hjá
börnunum að þau verði auðugri og sælli ef þau læra
sitt móðurmál? Börn eru fljót að læra tungumál. — Öll
börn ættu að minsta kosti að læra tvö tungumál, og þá
ættu íslensk börn auðvitað að læra íslensku. Jeg trúi
ekki öðru en við eigum eftir að tala og lesa vort „ást-
kæra, ylhýra mál“ enn í mörg ár!
A aðalstrætinu í þorpinu Chamouni nálægt fjallinu
Mont Blanc í Alpafjöllunum er minnisvarði, sem reist-
ur var til heiðurs tveimur mönnum, sem fyrstir kom-