Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 106
104
Hlín
venjur ólíkar í meðferð og útdeilingu fæðutegunda
eftir því hvar búið er á íslandi milli fjalls og fjöru.
Eftir því sem gamlar konur skýrðu frá, hafði orðið
bylting á tilhögun eða skömtun máltíða á árunum 1850
—60, og borinn fyrir henni ágætur merkisbóndi: Jón,
sonur síra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, er þá bjó
á Grænavatni. Að hann hafi fyrstur manna hjer í sveit
látið skamta „morgunbita“, því lengi mun sú venja hafa
verið föst, að eta aðeins „askmat“ kvöld og morgna,
eða „vætu“, sem hjer er kallað. Þó sagnir sjeu um, að
stungið var smjörsköfu eða sneið ofan í skyraskinn
beitarhúsamannsins og magálssneið í barminn-
Þegar engjaganga og heyannir byrjuðu, var svoköll-
uð ,,engjakolla“ borinn til miðdegisverðar, og í henni
skyrhræringur eða grasaystingur, sem enn er eftirlæt-
ismatur Þingeyinga, þó fjallagrösin sjeu nú minna not-
uð til manneldis en áður var. — Víst var það algengur
siður, að enginn annar matur var borinn á engjarnar,
því oft var kornmatur og brauð af skornum skamti á
siglingarleysis-árunum, sem gamalt fólk talaði oft um,
þegar fjallagrösin björguðu mörgu mannslífi eða grasa-
lím (grösin soðin í vatni), þegar mönnum og kvikfjen-
aði lá við hordauða. — Um 1800 dó fólk af skorti í Mý-
vatnssveit. — Hefur þó silungsaflinn í Mývatni á vorin
(dorgarafli) t. d. verið frá ómunatíð björg og blessun
fátæklinganna við Mývatn. Og úr næstu sveitum komu
þeir og sátu á ísnum þegar „tekja“ var góð, fæddu sig
og fluttu heim afganginn handa konu og svöngum
börnunum. — Jeg var 9—10 ára eitt þetta mikla afla-
vor á vatnsbakkanum, og man vel mannfjöldann, sem
kom og fór (þetta var í kringum 1870). Á mínu heim-
ili var ekki matarforði fyrirliggjandi annar en mjólk
úr 2 kúm handa 9 manns.
Seinna fluttist jeg á heimili, sem bjó við sæmilega
góð eíni, og gat veitt sjer og hjúum sínum það sem