Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 146
144
Hlín
er meiri til og ekkert óbjörgulegra í þeirra aumum, sem rífa sig
upp, kannske laust eftir fermingu.
Húsmæðravikan í Reykholti. — Þriðjudaginn 2. maí s. 1. hófst
hvíldar- og fræðsluvika fyrir húsfreyjur í Reykholtsskóla í Borg-
arfjarðarsýslu og stóð yfir til 9. maí. — Samband Borgfirskra
kvenna stofnaði til viku þessarar og stóð fyrir framkyæmdum. —
Sigurbjörg Björnsdóttir, húsfreyja í Deildartungu, stjórnaði vik-
unni. — 22 konur úr hjeraðinu voru fastir dvalargestir alla vik-
una, auk nokkurra, er dvöldu styttri tíma.
Hvern dag var flutt eitt fræðandi eða skemtandi erindi. —
Sýnikensla í matreiðslu var höfð daglega, kennari ungfrú Soffía
Skúladóttir. — Auk þess böð og sund eftir vild. — Þess á milli
skemtu konur sjer við bóklestur, handavinnu, samræður, söng og
skemtigöngur.
Konur þær, er dvöldu þarna, luku allar upp einum munni um,
að vikan hefði liðið of fljótt og óskuðu þess eindregið að geta
átt slíka viku í vændum síðar. S. Þ.
Úr Borfrarfirði stóra er skrifað: — I vetur höfurn við haft
saumanámsskeið, en við höfum í hyggju að hafa vefnaðarnáms-
skeið að vetri, ef við sjáum okkur það fært. Höfum ákveðið það
í vetur til þess að hafa dálítinn undirbúningstíma, en það veitir
ekki af að hugsa fyrir ýmsu þar að lútandi í tíma. Við erum fáar
og smáar, en vefnaðurinn má alls ekki leggjast niður. — Við eig-
um bæði spuna- og prjónavjel og er hvorttveggja alla daga í
gangi.
Úr Meðallandi er skrifað: — Við erum ekki alveg í dauðanum
hjer, stofnuðum kvenfjelag í vor með 14 konum, en það er nú
lítið farið að starfa enn. — Það kom hjer í sumar umferðargarð-
yrkjukona, sem leiðbeindi með vermireit og útplöntun. — Hjer í
sveit er farinn að glæðast áhugi manna fyrir ýmiskonar garðrækt.
— í fyrravetur óf jeg í tvíbreiðum vefstól yfir 20 rúm- og bekk-
ábreiður. Þetta er nú ekki há tala, því þau voru mörg úr tvisti
og band í salúnið.
Úr Hvammssveit í Dötum er skrifað: Við settum upp skrúðgarð
við kirkjuna í Hvammi. Höfum gróðursett þar trje, 3 tegundir,
og margar tegundir sumarblóma og túlipana. — Við vonum að
þetta kalli fleiri að kirkjunni, enda gott útlit með það. Mörg kona
hefur sagt mjer, að sjer fyndist yndislegt að koma til kirkju og
dvelja við garðinn, blómskrúðið vekur hrifningu manna,