Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 59
Hlín
57
heillavænlegri fyrir æskuna en hið ímyndaða frelsi, er
flokkshyggjan heldur svo mjög að unglingunum nú,
og sem verður það skerið, er menn brjóta óþyrmileg-
ast bát sinn á. — Það ætti að vera áhugamál kvenn-
anna, mæðra hinnar uppvaxandi æsku, að vernda hana
fyrir óhollum áhrifum. — Uppeldismálin eru það þjóð-
fjelagsmál, er mestu varðar og nauðsynlegast er að
konur og mæður sameini krafta sína og vitsmuni um.
En það er vandaverk, annað eins reiptog og nú er um
æskuna.
Að mínu áliti ætti kristin fræðsla barna ekki að vera
sett inn í skólana. Jeg segi þetta ekki af andúð til
kennara, heldur er það sannfæring mín, að það sje
ekki heppilegt. — í fyrsta lagi er kristindóminum gert
of lágt undir höfði með því að vera settur á bekk með
öðrum skólanámsgreinum. — Barninu hættir við að
gera ekki mun á því, að fræðsla guðstrúarinnar sje
nokkuð meira virði en annað sem kent er í skólanum.
— Og í öðru lagi held jeg að óþroskuðu barni sje holl-
ast, að trúaráhrifin komi frá sem fæstum. — Af þess-
um ástæðum álít jeg, að kristnifræðsla barna ætti
ekki að fara annara á milli en prestanna og heimil-
anna.
Þegar maður rénnir huganum aftur til hinnar fyrstu
kristni hjer á landi, einkum til þess tíma, er biskups-
stólarnir voru með sem mestum blóma, sjest það ljós-
lega, að kristilegt líf hefur verið fjölbreyttara, starf-
samara og innilegra en nú, og liggja þar að gild rök.
— Meðan kirkja og skóli störfuðu saman, oft í hönd-
um ágætismanna, var unnið mikið og gott verk í þágu
kristni og menningar, og eðlilegt að lífgandi og frjó-
söm áhrif bærust þaðan út um landið. — Það getur
því ekki verið sársaukalaust fyrir þann, sem ann
kristinni kirkju, að hugsa til þess tíma, er biskupsstól-
arnir háðu úrslitabaráttuna fyrir tilveru sinni á ein-