Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 53
Hlín
51
Það versta er, að þessi lítilsvirðing á heimilumrm er
búin að grípa foreldrana líka. Þau eru farin að trúa
því, að þau geti ekkert lagt til mentunar hinna ungu.
— Barnafræðslunni eru þau búin að sleppa að mestu
leyti, og gekk það þegjandi og hljóðalaust, og nú eru
þau búin að sleppa unglinigafræðslunni, bóklegri og
verklegri, líka. — Menn taka þetta hver eftir öðrum,
að enginn kunni að kenna, enginn hafi tíma til að
kenna, börnum eða fullorðnum. — Hinir ungu vilja
ekki læra af heimilunum, og heimilin þykjast ekki geta
kent, og ek'kert sje af sjer að læra. — Hvar lendir
þetta? — Hvar er nú hin marglofaða íslenska heimilis-
menning og metnaður? —
Úr öllum áttum kveður við kvein og kvörtun um að
ungu stúlkurnar fari allar úr sveitum og smábæjum
að haustinu, og víða eru þær farnar að fullu og öllu
og koma ekki aftur. „Það er ekki annað eftir en börn
og gamalmenni“, segir fólkið, þeir sem eklki fara í
skóla, fara í vistir, þó nóg sje að gera á staðnum, og
þó eru þessar ferðir ekki allar til fjár, fjarri fer því,
hvorki menningarlega nje fjárhagslega, það vita allir,
og heimili stúlknanna fá ekki hvað síst að kenna á því.
Jeg hef nú farið nokkrum orðum um það, hvert
gagn þið getið haft af fræðslu heimilanna, og hve nauð-
synlegt og sjálfsagt það sje fyrir ykkur að notfæra
ykkur þá fræðslu. En æ sjer gjöf til gjalda. — „Eftir er
enn yðvarr hluti“. — Hvað getið þið og eigið þið að
gera fyrir heimilin aftur á móti?
Fyrst af öllu það, að vera dálítið rólegar heima.
Ekkert gleður foreldra ykkar svo sem það að hafa ykk-
ur 'heima hjá sjer. — Heimasæta var lengi virðulegt
orð í íslensku máli, það orð þarf aftur að komast til
vegs og virðingar. — Ekki svo að skilja, að ungu stúlk-
urnar eigi ekki að hleypa heimdraganum. fara að
4*