Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 64
62
Hlín
Hún svarar sjer sjálf og segir: „Jeg vona að Guð gefi
að svo sje“, um leið og hún mælir af vörum sjer þessar
ljóðlínur:
Guð verndi þig blessað barnið mitt
í blessaða nafni sínu,
hann helgi sjer unga hjartað þitt
og hlúi að lífi þínu.
Þessi kona hefur gefið mörgum mæðrum gott for-
dæmi að breyta eftir. — Hún vildi af huga og sál veita
börnum sínum þá bestu fræðslu, þá fræðslu, sem stefn-
ir að æðsta og stærsta takmarkinu: Að verða góðir
menn og Guðs eftirbreytendur.
Eftir ákveðinn tíma, er hinn ungi maður dvaldi ytra,
kom hann aftur heim með óspilt líf, foreldrum sínum
til sannarar gleði, en landi og þjóð til blessunar.. —
Þetta dæmi ættu ungir menn, er að heiman fara, að
taka sjer til fyrirmyndar, þá mun þeim vel farnast.
V.
Vorgróður.
Erindi flutt á barnasamkomu í Lóni A.-Skaftafellssýslu.
Við tölum um vorgróður í tvöföldum skilningi: Vor-
gróður náttúrunnar og vorgróður mannlífsins. —
Vorgróður náttúrunnar er nú þegar byrjaður. Lamba-
blómin eru þegar farin að breiða út smá krónurnar
sínar og í morgun sá jeg útsprungna sóley. — Vor-
gróður mannlífsins er uppvaxandi kynslóðin. Börnin,
sem hjer eru samankomin, eldri og yngri, eru vorgróð-
ur okkar fámenna sveitarfjelags. — Við vitum, að til
þess að vorgróður náttúrunnar geti náð fullum vexti,
þarf sól og hlýindi. — Og til þess að vorgróður mann-
lífsins nái sem bestum þroska þarf yl og sól kærleik-
ans, — Reynum öll að hlynna að vorblómum barnssál-