Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 101
ust upp á fjallstindinn árið 1787. Þetta fagra minnis-
merki er fyrst og fremst standmynd af svissneska nátt-
úrufræðingnum De Saussure. Hann lítur upp til fjalls-
ins, og það er auðsjeð á andliti hans, hvað honum býr í
brjósti. Við hliðina á honum er mynd af Jacques Bal-
mot, fylgdarmanninum, sem áður hafði komist upp á
fjallstindinn. - Það lýsir sjer enginn kvíði í andlitsdrátt-
um hans. Það er eins og maður heyri hann segja: „Jeg
hefi verið þarna uppi og þekki vel veginn þangað.
Fylgdu mjer, við förum upp á tindinn saman“. —
Svona talar Jesús, frelsari vor, til okkar, þegar við
horfum fram á veginn, kvíðandi og kjarklítil, og þor-
um ekki að fara upp fjallið. Hann leggur höndina á öxl
vora og bendir okkur í rjetta átt. — Hann hughreystir
okkur og segir: „Jeg er ljós heimsins. Hver sem fylgir
mjer mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa lífsins
ljós“.
Við þurfum því ekki að kvíða því að starfsemi vor
í sunnudagaskólunum verði til ónýtis. — Frelsari vor
°g fylgdarmaður gengur á undan upp fjallið.
»Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit;
blessaðu, Faðir, blómin hjer,
blessaðu þau í hverri sveit«.
„Árdís“.
Kuldinn.
Allir íslendingar kannast við hve mikið erfiði, óhag-
ræði og þrautir kuldinn hefur í för með sjer, og því
er ekki að furða þó saknaðartilfinning grípi hugann,
þegar hann fyrst gerir vart við sig á haustin eftir blíða
og hagstæða sumartíð. Þegar golan verður nepjuköld
og hagljelin líða eftir fjallahlíðunum, þegar næturnar
skilja eftir ísskarir við ár og læki, þegar blómin, sem
7*