Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 31
II. Herbergið. Baðstofan á Hjaltastöðum var 6 álna
breið og 26 álna löng, skift í 4 herbergi. Eitt var stærst,
sem kallað var miðbaðstofa. Rristín fjekk að láta af-
þilja lítið herbergi í öðrum enda hennar fyrir sig og
fóstursystur okkar, Önnu Stefánsdóttur, prests í Viðvík,
móður Stefaníu leikkonu. í herberginu var borð undir
glugganum og spegill á veggnum. Jeg man hvað mjer
þótti herbergið fallegt með nýju, fallegu ábreiðunni
yfir rúminu. Mjer ,þótti því ekki lítið varið í, þegar jeg
fjekk að sofa hjá þeim í horninu til fóta. Jeg var 7 ár-
um yngri en Kristín.
III. Brauðveislan. Einu sinni langaði Kristínu til að
halda upp á afmælið sitt með brauðveislu, sem kallað
var, en þótti ekkert til koma nema allur undirbúning-
urinn gæti farið leynt svo enginn vissi, fyr en fólkið
var beðið að laga sig til og koma fram í stofu og sitja
afmælisdag Kristínar. Þetta fór alt að óskum. Sumt til
veislunnar var búið til heima og sumt í Koti. Enginn
vissi neitt nema mamma og þær, sem hjálpuðu til
við undirbúninginn. Það vakti mikinn fögnuð, þeg-
ar fólkið vissi hvað til stóð. Þegar staðið var upp frá
borðum var farið að skemta sjer langt fram á kvöld
með söng, dansi og leikjum.
Brauðveislum var hagað þannig, að raðað var fyrir
hvern mann laufabrauði, vöflum, eplaskífum, kleinum
og pönnukökum. Síróp var látið á disk eða undir-bolla
hjá hverjum skamti. Átti svo að dýfa brauðinu ofan í
sírópið og borða þannig. — Á eftir var drukkið kaffi
með rjóma og sykri. — Þegar upp var staðið átti hver
að hirða leifar sínar af brauðinu. — Þegar um brúð-
kaupsveislur var að ræða höfðu konur, sem boðnar
voru, með sjer klúta til þess að hnýta utan um leifar
sínar, manna sinna og barna. Jeg hefi heyrt, að brauð-
veislur hafi tíðkast nokkuð í brúðkaupum í Eyjafirði
um miðja öldina sem leið.