Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 69
Hlín
67
herma, að mórendu vaðmálin þættu verðmeiri en þau
einlitu, en um annan lit er ekki talað, nema ef „brún-
grösin“, sem talað er um í sögunum, eiga við mosalit-
inn, sem að líkindum lætur.
Enginn er kominn til að segja frá því, hvenær ís-
lensku konurnar fara að vefa útvefnað: Flos, glitvefn-
að, krossvefnað og salon, — hvenær þær fara að vinna
silkigljáandi efni úr toginu, hvar og hvernig þær hafa
lært hannyrðirnar fögru, sem þær skreyttu með kven-
búningana og kirkjuskrúð ýmisleg, og notuðu ull til.
Hvort þær höfðu þessa kunnáttu með sjer úr átthögum
sínum erlendis, eða hafa lært það á ferðum sínum ut-
anlands, eða þær hafa kynst því af þeim vandaða og
fagra varningi, sem langfarandi íslendingar fluttu
heim með sjer utan úr víðri veröld. Eitt er víst, að
snildarhandbragð er á mörgu því, sem geymst hefur.
Ullin íslenska reyndist konunum furðu þjál við hann-
yrðirnar og útvefnaðinn, og jurtirnar íslensku blæ-
fagrar, þegar kunnáttusamar hendur voru að verki.
Á krepputímum íslensku þjóðarinnar, þegar einok-
unarverslunin þrengdi að hag hennar á ýmsa vegu,
unnu bæði konur og karlar marga fagra hluti, sem
enn eru til. Enginn gat bannað þeim að vinna úr
heimafengnu efni, það sem þeim sýndist, og listfengi
þjóðarinnar ljet ekki kúgast. — En einmitt á þessum
erfiðu tímum kemur sá maðurinn fram á sjónarsviðið,
sem haft hefur einna mest áhrif í íslenskum ullariðn-
aði, má kallast faðir hans, það er Skúli fógeti. Með
„Innrjettingum“ sínum, sem hann kom á fót með mikl-
um erfiðismunum í Reykjavík, hratt hann íslendingum
feti framar í ullarmeðferðinni. Þó verksmiðjur hans
ýrðu ekki langlífar og landsmenn skildu lítt hvað fyrir
honum vakti, þú urðu verkfœri þau, sem hann flutti
til landsins: Vefstóllinn, rokkarnir og kambarnir til
stórmikils hagræðis fyrir landsmenn, og við þetta tíma-
5*