Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 48
46 Htín
færi, lesa hátt, fara í leiki, ráðgast um hvað gera skuli
næsta dag o. s. frv.
Sunnudagurinn rennur upp. — Blessaður dagur! Nú
þarf ekki að flýta sjer í ofboði að klæða sig, borða og
komast til vinnunnar á rjettum tíma. Alt er friðsælt,
umferð lítil úti, menn og skepnur fá að hvíla sig. —
Einhver skýst ofan og hitar kaffið, eina morgun vik-
unnar, sem kaffið er borið í rúmið. Það er inndælt. —
Svo í fötin hægt og hægt, gott að þurfa ekki altaf að
keppast við klukkuna. — Allir glaðir og hressir við
árbítinn. — Allir hjálpast að við að bera á borðið og
af því og þvo upp, svo hver og einn hafi daginn sem
mest fyrir sig.
Margir hafa þann fasta sið að lesa hver fyrir sig eitt-
hvert gott orð á sunnudagsmorgnana. — Þá er það al-
mennur siður að skrifa fjarstöddum ættingjum á
sunnudagsmorgnana, áður en aðrar tafir dreifa hug-
anum.
Flaggið er dregið á stöng, það þykir við eiga á öllum
viðhafnar- og helgidögum. — Eftir það er farið í
kirkju eða ef til vill út í skóg allan daginn, eða á bát
út í eyjar, alt heimilisfólkið, með körfur og kaffiketil.
Kirkjuklukkurnar kalla. Prúðbúið kirkjufólk streym-
ir að hægt og hægt úr öllum áttum, allir ganga
hægt, það er kyrð yfir öllu, helgidagsfriður, það er
eins og náttúran taki þátt í fjálgleik mannanna. —
Messufólkið gengur til grafa framliðinna ástvina eftir
messu, þar er alt prýtt, blóm voru sett þar í gær, það
er eitt af laugardagsverkunum. — Allflestir kirkju-
gestir taka sjer skemtigöngu í skóg eða listigarð eftir
messu, því ekki þykjast þeir verja þeim sunnudegi vel,
sem ekki er komið út í náttúruna. — Þar eftir koma
menn oft til kurmingja stundarkom eða heimsækja
veika. (Það er víðast messað snemma, fyr en hjer).
Til miðdegisverðar koma allir heimilismenn saman