Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 112
Hlín
110
undirbolla, sem sírópi var helt í eftir vild, svo kven-
fólk hafði vasa innanklæða með pelaglasi til að hella í
og gefa börnunum, þegar heim kom. — En drykkjar-
föng voru messuvín og extrakt handa kvenfólki, en
brennivín og romm handa karlmönnum, því enginn
var í bindindi.
Veislugleði var helst, þegar fór að svífa á karlana
vínið og hýrga þá, að hlusta á ræður þeirra og fyndni,
fanst þá oft á, að öl er innri maður, ef einhverjum var
í nöp við náungann, og voru hafðar í minni þær orða-
hnyppingar. Víst var það algengt að kappræða um
skilning manna á bókmentum þeirra tíma. Oftast voru
það þó ritningarstaðir tilfærðir og varð þá presturinn
oft að svara til saka, ef mejin voru djarfmæltiir um trúar-
atriðin. — Gat slegið í hart, eru ljós dæmi um það hjer
í sveit milli merkisprestsins, Jóns Þorsteinssonar í
Reykjahlíð og kirkjubóndans Helga Ásmundssonar á
Skútustöðum, 20 barna föður, mikill ættfaðir í Þing-
eyjarsýslu og Vesturheimi. — Skemtanir helstar að
ræða um heimilishagi og búnaðinn, ef til vill glímt, ef
veislur fóru fram á vorin, en oftar munu þær hafa ver-
ið hafðar á haustin við kertaljós og lýsislampa.
Það var árið 1873 að haldið var stofubrúðkaup á
Grænavatni, brúðurin var nýkomin frá Reykjavík,
veislan var með nýtísku sniði, kjötsteik og vínsúpa eða
rauðgrautur með rjóma, og síðaft kaffi og máske
súkkulaði og nokkrar nýjar brauðtegundir: Jólakaka,
gyðingakökur, kleinur og eplaskífur, ekki víst, að
pönnukökur hafi verið með, þó þær þektust þá. —
Seinna rauðvínspúns blandað í stóra tarínu og drukkið
úr bollum og mælt fyrir brúðhjónaskál með miklum
gleðilátum. Síðan dansað, sem sást hjer í fyrsta sinn.
Arngrímur málari spilaði á fyrstu fiðluna og Páll Páls-
son, Jökull, kendi dansinn, sem svo útbreiddist með
feiknahraða.