Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 109
Hlín
107
keröldum, tunnum, selskrínum eða kollum. — Þvílíkt
óhemjuverk! — Tvisvar á dag fóru þessi búverk fram:
A morgnana fyrir dagmál, á undan mjöltum, og um
miðaftan, til kl. 9, er mjaltir hófust. — Þessari reglu
fylgdi móðir mín alla æfi, bæði í selveru og á heimili.
Hvílíkri feikna vinnu og áhyggjum skilvindan ljetti af
yngri kynslóðinni verður naumast skilin af henni.
í þessu sambandi kom mjer í hug að minnast á þá
gömlu aðferð, þegar skyr var varla búið til úr kúa-
mjólk eingöngu, og þótti með blöndun við sauðamjólk
verða óstynt og mysumikið. Enda var á sumum bæjum
flutt í sel meðan mest var mjólkin, og þá sumt af skyr-
inu flutt heim í selskrínum, en sumt gert upp í tunn-
ur, sem geymdar voru í seljunum og fluttar heim á
sleðum, þegar fór að frjósa. — Á einum bæ hjer í
sveit var farið með kýr í selið, af því þar var marg-
býli og fólk var þar að heyskap og selfólkið líka margt.
Vildi til að kýrnar struku heim og fylgdi öllu þessu
mikið umstang, búið og sofið í þremur fjárhúsum.
Þegar öll mjólk kom saman á einu búi og heimili
(ekki seli), var farið að gera upp skyr í keröldum
tveggja daga flóaða mjólk. Þjettinn vel síaður og
vandlega hrærður, kekkjalaus og gljáandi, þyntur með
kaldri mjólk. — Var nú mikið lán með, ef fyrsta upp-
gerð heppnaðist vel í víðu keraldi, 3 tunnu, gátu það
verið 50—100 pottar í einu, hefi jeg nokkrum sinnum
gert upp í tunnu aðeins tvisvar, þar til hún var full.
Ekki mátti skyrið losna við í kring við trjeð, þegar átti
að hleypa ofaná, því þá gat, ef svo fór, „runnið undir“
og orðið „kuldaskyr11 og jafnvel „skollagellir“. —
Diskur var hafður til að hella á þjelið, og farið að öllu
sem gætilegast, þerruð mysa og skyri smurt í sprung-
ur, og heppnuðust stundum 3—4 uppgerðir. — Ekki
vildi móðir mína láta róta við skyri fyr en það var orð-
ið snjallkalt, tók hún þá spónfar í kollurnar, sejn haft