Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 76
74
Hlín
næði er ódýrt, að vetrinum til, þegar lítið er að gera.
Ættum við þar að fara að dæmi Norðmanna og annara
nágrannaþjóða okkar, sem framleiða á þennan hátt
ógrynni mikið af allskonar vefnaði til sölu og bjarga
þannig mörgum manni frá því að þiggja sveitarstyrk.
(Norðmenn hafa t. d. 6—800 manns, sem vinna þannig
til og frá um landið ýmislegan söluvefnað).
Til þess að sjá um þessa framleiðslu væru heimilis-
iðnaðarfjelögin líklegust, góð byrjun er gerð, þar sem
er gólfdúkagerð Sambands íslenskra heimilisiðnaðar-
fjelaga, sem starfar hefur s. 1. vetur á Eyrarbakka.
Sú raun, sem þegar er fengin um söluframleiðslu, þó
í smáum stíl sje, gefur góðar vonir. Nokkrar konur
hafa unnið þó æði mikið af ísaumsefni, treflum, gólf-
klútum o. fl. til sölu og hefur gefist vel.
íslendingar hafa frá fyrstu tíð stundað vefnaðinn og
unnað honum, og þeir eru ekki margir, sem komnir
eru á efri ár, karlar eða konur, sem ekki hafa unnið
eitthvað að vefnaði í æsku sinni, og margir, sem lögðu
lag sitt við vefnaðinn á unga aldri, urðu þar hinir
mestu snillingar. — Því var það, að þegar vefnaðurinn,
fyrir tilstilli skólanna og sýninganna víðsvegar um
land, komst í móð að nýju, þá var honum tekið tveim
höndum. — Skólunum og sýningunum er það og mik-
ið að þakka, að íslenskt efni er nú mikið meira notað
en áður, bæði til útvefnaðar og ísaums. Það þykir nú
sjálfsagt, en þótti áður illnothæft. — Hinar ágætu tó-
konur og litunarkonur hafa þar fengið verðuga upp-
reisn. — Ýmsir erfiðleikar vegna innflutnings hin síð-
ari ár hafa og hert á framleiðslunni innanlands. En
innflutningstregðan má með engu móti koma niður á
þeim efnum, sem landsmenn þurfa að vinna úr, efni til
að vefa eða prjóna úr má ekki vanta. Ekki er hægt að
nota íslensku ullina til alls, þó sjálfsagt sje að nota
hana að svo miklu leyti sem mögulegt er. Útlend efni,