Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 142
140
-Hlín
heyrist rödd ósýnilegs ræðumanns, sem skýrir sögu
gimsteinanna. — Aðeins fimtíu mönnum er leyfð inn-
ganga í einu, og vopnaðir verðir eru til staðar, sem
vaka yfir hverri hreyfingu gestanna.
Þegar jeg gekk út úr skála þessum, heyrði jeg ávarp,
sem mjer fanst lærdómsríkt. — Gömul hjón gengu
rjett á undan mjer. Gamli maðurinn þreifaði eftir slit-
inni og kreptri hönd förunautar síns, og mælti ofur
hlýlega: ,,Æ, lof mjer að halda um gimsteininn minn!“
„Lögberg“. L. E.
Sitt af hverju.
Kvenfjelag Staðarhrepps í Hrútafirði.
Fjelagið var 30 ára gamalt 3. maí 1938 og var þá ákveð-
ið að senda „Hlín“ nokkrar línur um starfsemi þess.
Fjelagið var stofnað fyrir áeggjan frú Kristínar
Jacobsen í Reykjavík og hjet þá „Hringurinn í Staðar-
hreppi“. — Voru fjelagslögin sniðin eftir lögum
„Hringfjelagsins“ í Reykjavík að svo miklu leyti sem
hægt var. — Aðaltilgangur fjelagsins var að safna fje til
styrktar berklaveikum í sveitinni. — Peninga var aflað
með skemtisamkomum, tombólu, bögglauppboðum o.
fl. — Upphaflega voru það 12 konur, sem stofnuðu
fjelagið, hafa stundum orðið nokkuð fleiri, en fæstar 8,
og nú eru fjelagarnir 10.
Árið 1919 varð sú breyting á fjelaginu að það gekk
ásamt öðrum fjelögum inn í „Kvennabandið11, sem er
sambandsfjelag kvenna í Vestur-Húnavatnssýslu.
Þegar fjelagið gekk inn í „Kvennabandið" var mynd-
aður sjóður af peningum þeim, er voru í „Hringsjóðs-
bók“ fjelagsins og skyldi % af rentunum varið til
styrktar berklasjúklingum í sveitinni, en Vi skyldi
leggjast við höfuðstólinn. Renturnar voru svo litlar,
að fjelagið bætti oftast við þá upphæð eftir ástæðum