Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 35
33
tílín
Goðdölum, föður Einars H. Kvaran rithöfundar, að
læra undir skóla, en Kristín var heima hjá okkur á
Reynistað um veturinn og var allra eftirlæti. Næsta
sumar fóru systkinin suður aftur. Kristín giftist síðan
Guðmundi Böðvarssyni kaupmanni, en Ólafur varð
prestur, síðast í Bjarnarnesi, og átti fyrir konu Stein-
unni Eiríksdóttur frá Karlsskála.
X. Orgelið í Reynistaðarkirkju. Haustið 1875 vakti
Kristín máls á því að safna til hlutaveltu fyrir orgel í
Reynistaðarkirkju, og þar sem öllum gast vel að hug-
myndinni, var þetta fært í tal við sóknarfólkið, og tóku
allir vel undir þetta og lofuðu munum. Einnig var
skrifað kunningjum lengra frá og þeir beðnir að senda
eitthvað á hlutaveltuna til styrktar. Þegar kom fram
yfir hátíðir komu sendingar úr öllum áttum til hluta-
veltunnar. Á Reynistað var mikill viðbúnaður, því bú-
ist var við fjölmenni á hlutaveltuna, ef vel viðraði, og
kom það á daginn, svo allir miðar drógust upp og þó
meira hefði verið. — Frá þjóðhátíðinni stóð hús, sem
þá var reist, fyrir sunnan bæinn á Reynistað, ósund-
urskift, og í því var hlutaveltan haldin. Til s'kemtunar
á eftir var fyrst sýndur smáleikur eftir L. Holberg og
þótti góð skemtun. Dætur síra Magnúsar Thorlaciusar,
Guðrún og Anna, ljeku báðar, ásamt fleira fólki. Að því
búnu var farið að syngja og dansa og skemtu menn
sjer eftir bestu föngum fram eftir nóttu. Fólk fór svo
smátt og smátt að týnast í burtu, en fjöldi, sem lengra
var að, gisti um nóttina. — Fyrir hlutaveltupeningana
var keypt orgel frá Höfn hjá Petersen & Steenstrup,
og kom það1 um vorið. — Sönghneigður piltur, Stefán
Jónasson á Páfastöðum, var sendur vestur að Melstað í
Miðfirði til að læra á orgel. — Þar var þá prestur síra
Ölafur Pálsson, og voru börn hans frábærlega vel að
sjer í söng og hljóðfæraslætti, — Þetta gekk alt vel og
um vorið tók Stefán að sjer að vera forsöngvari og
3