Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 32
3Ó
Hlín
IV. Heimiliskenslan. Þegar eldri systkinin uxu upp,
kendu þau oft hinum yngri. Þeir bræðurnir Eiríkur,
Ólafur og Halldór kendu í marga vetur, og Kristín
kendi okkur í mörg ár og voru þá, eins og vant var,
teknir'með okkur unglingar til kenslu af öðrum bæj-
um, sem altaf var verið að biðja fyrir. Einn þeirra,
sem síðar fór mentaveginn, sagði við mig, að hann
teldi Kristínu Briem besta kennarann, sem hann hefði
haft.
V. Fatasaumurinn og fleiri störf. í mörg ár var Sig-
urjóna Laxdal frá Akureyri hjá móður okkar, og var
aðalstarf hennar að sjá um allan fatasaum með henni
fyrir heimilið, en þegar hún fluttist suður á land, tók
Kristín að sjer hennar starf, enda hafði hún vanist
saumaskap með henni. í verki með Kristínu við fata-
sauminn var einkum Anna Stefánsdóttir, sem fyr er
getið. En Valgerður, elsta systir mín, hugsaði um börn-
in með móður okkar. Á þeim tímum var alt saumað í
höndunum, því þá voru saumavjelar nýlega upp fundn-
ar og ekki farnar að flytjast hingað, og má nærri geta,
hve mikið verk var að sauma allan fatnað fyrir stór
heimili.
VI. Nýju lögin. Eftir að Pjetur Guðjohnsen, organisti
og söngkennari, fór að koma á gang nýju lögunum við
sálmasönginn í landinu, gaf hann út einraddaða sálma-
nótnabók, hana keypti Kristín strax og notaði hvert
tækifæri til að nema lögin með tilstyrk bókarinnar og
aðkomumanna, sem ávalt voru beðnir að byrja til hús-
lesturs, ef þeir kunnu nýju lögin, og var þá oft sungið
um stund á eftir lestri. — Fór svo að smátt og smátt
var hætt að syngja gömlu lögin við húslestrana og tek-
in upp þau nýju, sem alt heimilisfólkið kunni nú, sem
annars gat tekið undir lag. — Þetta var alt Kristínar
verk. — Þá var ekki síður haldið uppi öðrum söng til
skemtunar í rökkrinu, um helgar og þegar gestir komu,