Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 45
Hlín
43
jeg las „Sögukafla“ sr. Matthíasar, þá gat jeg ekki
annað en veitt einu atviki eftirtekt, atviki sem einnig
er vikið að í kvæðinu. Það er þegar skáldið sá móður
sína í síðasta sinn. Það er á sólríkasta degi lífs hans.
Hann er að ríða úr hlaði með hamingju sína við hlið
sjer. Það er konan hans, sem „á hvítum jó beygir á
braut“. Honum finst hann ekki mega missa eitt augna-
blik af návist hennar. — En þegar hann er að fara á
stað, til þess að vera við hlið hennar, þá man hann
eftir því, að hann hefur ekki kvatt móður sína. Og
hann finnur hana loks, þar sem hún „grátin leyndist í
lauitu“. — Jeg ætla ekki að segja ylkkur hvað þetta
brendi sig inn í hug minn, þegar jeg las það. Ekki sem
ásökun til skáldsins góða, er reist hefur móður sinni svo
fagran bautastein að aldrei fyrnist, meðan íslensk
tunga er töluð — heldur sem tákn þess, er daglega ger-
ist meðal okkar: Þetta að við gleymum henni, sem við
eigum alt að þakka, og þá ef til vill helst, þegar okkar
eigin hamingjusól skín í heiði.
En þegar hún mamma oikkar er farin frá okkur, þá
finnum við fyrst til fulls hvað við höfum átt og mist.
— Og þið sem hafið reynt það, þið vitið þá líka, hve
umskiftin eru mikil, þegar við getum ekki lengur
nefnt þetta dýrðlega orð: Mamma, í von um svar. —
Þið vitið þá, hve alt hljóðnar í sjálfum okkur, og hve
öllu öryggi og athvarfi er á burtu kipt, og ekkert ann-
að eftir en draumarnir um það, að enn megum við
setjast á rúmið hennar og segja henni, eins og þegar
við vorum lítil börn, frá öllum okkar sorgum, efa-
semdum og baráttu, vitandi það, að hún mundi skilja,
fyrirgefa og hjálpa, ekki með neinum orðum, en með
kærleikanum einum saman, öllu öðru máttugri.
Kæru vinir. Þið sem enn megið kalla á hana
naömmu ykkar. Kallið á 'hana í kærleika og kveðjið
hana í ást og lotningu. S. E.