Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 88
86
Hlín
sín, ef honum þætti þau of lág. „Launin eru nógu há,“
svaraði hann, „en staðan ekki.“
Ungur, enskur læknir, stórgáfaður og með ágætis
prófum, hafnar stöðu í Englandi, sem gaf af sjer þrjú
þúsund pund, — 81 þúsund krónur — árlega, en fer
með Jesú til Kína, og þar fórnaði hann lífi sínu hans
vegna tveimur árum síðar. Það var í maílok 1933. —
Þegar fregnin um það barst til Englands, er líklegt, að
vinum hans og ættingjum hafi þótt sjer nóg boðið
með þessari „trúboðs-flónsku“, eins og kristniboðið
hefir stundum verið nefnt hjer á landi. — Mjer er ekki
kunnugt um það, en hitt veit jeg, að yngsti bróðir hans
fór til Kína og tók þar upp starf bróður síns, og faðir
þeirra borgaði ferðakostnaðinn.
William Carey, sem vann að kristniboði á Indlandi í
40 ár og lagði meira í sölumar fyrir komu Guðs ríkis
en flestir aðrir, grjet, er Felix sonur hans tók við hárri
stöðu í bresku nýlendustjórninni, kaus það fremur en
að helga sig Drotni óskift.
Útbreiðsla kristindómsins — eða kristniboðið — er
stórkostlegasta, dýrasta og erfiðasta fyrirtækið, sem
menn hafa ráðist í af frjálsum vilja. — Jeg veit ekki,
hvort nokkur hafi orðið til að reikna út hvað viðhald
kristindómsins kostar. — Er nú ekki alt þetta saman-
lagt ógurleg eyðsla? — Eyðsla, sem eiginlega hófst í
Betaníu, þegar María braut alabaksturs-buðk sinn og
helti hinum dýru nardus-smyrslum yfir höfuð Jesú. —
Þessu vil jeg svara með annari spurningu: „Hvernig á
jeg að verja fje mínu svo, að það verði ekki talin
eyðsla?“ — „Gefa fátækum það“, sagði Júdas. — Nú
er nokkur reynsla fengin fyrir því, að fátæklingarnir
hafa ekki þurft að gjalda Jesú Krists. — Eru þeir betur
farnir í þeim löndum, þar sem nafn hans er óþekt, og