Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 55
Hlín
53
snúixrn hugsunarhátt glepja ykkur sýn, þá munið þið
sjá, að margt getið þið stundað heima í sveitinni ykk-
ar eða smábænum, ef tími er umfram heimilisstörf
ykkar. Þið þurfið bara að velja það sem ykkur geðjast
best að, eða sem mest er þörf fyrir á hverjum stað og
tíma og leita frekari fræðslu í því, hana er víða að fá.
— Hugsið ykkar mál vandlega og látið ekki reka á
reiðanum eða fljóta með straumnum. — Að athuguðu
máli, sikil jeg ekki, að þið getið fengið ykkur til að láta
gömlu foreldrana berjast eina við erfiðleikana, getið
sjeð þá flosna upp og hverfa í hóp' iðjuleysingjanna í
hinum stærri bæjum. — Átakanlegt er það að sjá
gömlu bændurna standa og snapa eftir einhverri smá-
vinnu á eyrinni. Þeir festa aldrei rætur nema í jörðinni
sinni, það ér ekki von, ekki mamma ykkar heldur.
Á hinum síðari árum verður fjölmargt til þess að
ljetta störfin í sveitum landsins, t. d. margt gert af því
opinbera til að bæta og laga til fyrir þeim, sem þar
vilja vera: Bættir vegir, styrkur til bygginga, hjálp til
ræktunar, sími, útvarp o. fl. — En húsin nýbygðu
standa tóm, unga fólkið er farið og kemur ekki aftur
nema ef til vill um blásumartímann, og þá til að
skemta sjer og njóta sveitalífsins í bili.
Þó sveitavinnan eða vinnan í smábæjunum þyki ekki
gefa mikið af sjer, þá verður vinnan í hinum stærri
bæjum einnig stopul. Og ódrjúg vill hún verða mörg-
um, svo lítið er eftir, og oft verða hinir ungu fegnir
að hverfa heim, þegar alt er búið og ekkert að gera.
Jeg vildi að jeg gæti gert ykkur það skiljanlegt, hve
óumræðilega mikils virði það er að unga fólkið haldi
trygð við heimili sín og vinni verkin þar tregðulaust.
Góðu stúlkur, reynið að vinna verk ykkar heima
með gleði, og látið aldrei börn eða unglinga heyra
ykkur atyrða vinnuna, hún er hin mesta blessun, og
hin fjölbreyttu heimilisstörf, úti og inni, þroska huga