Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 90
88
Hlín
inginn og játar misgerð þína fyrir Frelsara þínum. —
En með fyrirgefningu syndanna fæðist kærleikurinn
til Jesú í hjarta þínu, — sami kærleikur og bjó í hjarta
Maríu og allra lærisveina hans fyr og síðar. — Far þú
að dæmi Maríu og ger það, sem í þínu valdi stendur til
þess að þóknast Jesú. Með því móti verður þú líka
öðrum til mestrar blessunar. — Fetaðu í fótspor Jesú í
hverri þeirri stöðu, sem þú hefur í þjóðfjelaginu, hvort
heldur sem verkamaður, bóndi, verslunarmaður, kenn-
ari, embættismaður, húsmóðir, eða hver sem staðan er.
Hajir þú gefið þig Jesú á vald, þá vinnur þú störj þín
öll j-yrir Inann, og velþóknun hans skal vera laun þín.
— Hafir þú öðlast fyrirgefning synda þinna, þá vitn-
aðu fyrir þeim, sem ekki eru í samfjelagi við Guð. —
Styð þú frjálsa, kristilega starfsviðleitni í landinu, því
að frá henni mun koma endurnýjun trúarlífsins með
þjóð okkar. — Drag þig ekki í hlje, gef þig öllu heldur
fram við hina trúuðu og vinn þú með þeim að einu
verki! — Mæður, kennið börnum yðar bænir úr Pass-
íusálmunum, og kennið þeim sjálfar kver og biblíu-
sögur.
Og að endingu vil jeg segja þetta við ykkur öll, sem
orð mín heyrið:
Kom til Jesú eins og þú ert.
Tdk við Jesú eins og hann er.
Ólajur Ólajsson, kristniboði.