Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 87
Hlín
85
þroska. — Kristniboði einn í Kóreu var spurðuí um
það, hve margir væru í söfnuðum hans. — „Þrjú hundr-
uð,“ svaraði hann. „En prestar eða prjedikarar?“ —
„Þeir eru jafnmargir", svaraði hann. — Af því að þeir
höfðu allir öðlast persónulega frelsisreynslu, urðu þeir
að vitna um Guð.
Kristnir menn í Kóreu, Kína og ýmsum löndum öðr-
um hafa sætt engu minni ofsóknum en frumsöfnuður-
inn í Jerúsalem. — En „gremja“ manna verður aldrei
svo mikjl, að þeir, sem trúað hefur verið fyrir fagnað-
arerindinu um Jesúm, láti þagga niður í sjer. — Lúther
stóð einn í Worms andspænis konungum og kirkjuhöfð-
ingjum, sem höfðu risið upp gegn vitnisburðinum um
frelsun fyrir trú á Jesúm Krist einan. — „Hjer stend
jeg‘“ sagði hann, „Jeg get ekki annað. Guð hjálpi mjer.
Amen!“ — Þannig hafa hinir trúuðu á öllum öldum
verið hver öðrum líkir eins og börn fædd af sömu móð-
ur. — Skulu hjer enn nefnd nokkur dæmi þess:
Ríkur verslunarmaður á Englandi kostar sjálfur börn
sín til starfs í víngarði Krists, langt austur í löndum.
Einu þeirra kyntumst við í Kína. — Hann ver fje sínu
til þessa. — Hann sendir börnin sín frá sjer og á það á
hættu, að sjá þau ekki framar. — En þetta finnst hon-
um sjálfum ekki vera nema smávægileg afborgun
þeirrar miklu skuldar, sem hann stendur í við frelsara
sinn.
Ungur, hámentaður Ameríkumaður fór sem kristni-
boði til Kína. Heimurinn gerði honum mjög iglæsileg
tilboð, en hann hafnaði þeim öllum. — Eins og Móse
„áleit hann vanvirðu Krists meiri auð en fjársjóðu
Egiptalands, og kaus fremur ilt að þola með lýð Guðs,
en njóta skammvinns synda-unaðar.“ — í Kína bauðst
honum framkvæmdastjórastaða hjá ameríska steinolíu-
fjelaginu og tugir þúsunda í árslaun. — Hann afþakk-
aði það, og þá var hann beðinn að ákveða sjálfur laun