Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 132
130
Hlin
ef nokkuð átti að auka kostnaðinn. — Hækkunin hefði
líka án efa orðið að koma vegna gengisbreytingarinn-
ar, sem ekki var komin á, þegar þessi ákvörðun var
tekin.
„Hlín“ var stofnuð fyrir 22 árum fyrir áeggjan Sam-
bands norðlenskra kvenna og hefur borið nafn þess
síðan. — En smásaman náði ritið einnig útbreiðslu í
öðrum landsfjórðungum og má nú heita jafn útbreitt
um land alt. — „Hlín“ ber því hjer eftir nafnið „Ársrit
íslenskra kvenna“, því hún nær til þeirra allra og einn-
ig til landa okkar vestan hafs.
Hvervetna hafa konur, og karlar líka, sýnt ritinu
mikla velvild, útbreitt það, staðið í skilum og selt án
sölulauna. Álít jeg að almenningur hafi þannig tekið
virkan þátt í útgáfu ritsins og þakka jeg þeim öllum
kærlega fyrir hjálpina. — Jeg vil líka nota tækifærið
og þakka þeim öllum, sem sent hafa „Hlín“ greinar til
birtingar, eða frjettir úr heimahögum sínum. — Jeg vil
mælast til þess að fá fleira af því tæi, sem fellur inn í
rammann, sem „Hlín“ hefur sniðið sjer. — Gaman
væri að fá stutta frjettakafla af starfi einstakra kvenna,
og engu síður af því, sem smávægilegt er kallað: Hjálp-
semi, sem fljótt og vel er í tje látin, nærgætni við
menn og skepnur, um ræktun, hjúkrun, snarræði,
hnyttileg svör o. s. frv. — Góðu konur! Lofið öðrum að
læra af reynslu ykkar og að gleðjast yfir þeim sigr-
um, sem þið hafið unnið.
Um myndaörk barnanna (16 blaðsíður) er það að
segja, að mig langar til að geta látið hana halda áfram
árlega. — Fallegar litmyndir eru börnunum jafnan
kærkomnar. — Börnin ættu að taka örkina frá og búa
sjer til kápu utan um hana.
Til þess að fá sem bestar myndir í örkina fór jeg til
Noregs á s. 1. vori og fjekk myndir hjá hinum góð-
kunna bókaútgefancla Cappelen í Oslo. Hann hefur lát-