Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 26
24
Hlín
skaparraun, þá er til þess kom að hjálpa og liðsinna,
en það var oftar en tölu verði á komið.
Varla var hægt að hitta svo á, minsta kosti á síðari
árum, að ekki væri á Gautlöndum einhverjir nauðleit-
armenn þeirra hjóna. Tóku þau oft sjúka menn og
hruma langtímum saman á heimili sitt til þess að þeir
ættu betri kost á hjúkrun og aðhlynningu en þeir gátu
fengið annarsstaðar. Var það oftast húsfreyjan sjálf,
er bætti því við sín mörgu störf að hjúkra sjúklingun-
um með eigin höndum. Fátækum mönnum gáfu þau
mat, klæðnað og aðra góða hluti. Þau fóstruðu fátæk
börn um lengri eða skemri tíma, og þeir menn, er á
uppvaxtarárum voru nokkuð á Gautlöndum, jafnvel þó
þeir væru ekki nema fá ár vinnumenn, urðu flestir vel
að manni. — Má af því marka, hve góð áhrif veran á
Gautlöndum hafði á þá. — í öllu þessu voru þau sam-
taka, svo æ vildu það bæði, er annað vildi. — Sambúð
þeirra var hin besta til dauðadags, og komu þó þeir at-
burðir fyrir, er oft verður til að spilla heimilisfriði og
samlyndi, en með stillingu og hreinskilni björguðu þau
sjer úr þeim vanda.“ —
Börn Jóns og Sólveigar komust 9 til fullorðinsárá,
6 synir og 3 dætur. Námu 4 skólalærdóm og urðu 3
þjóðkunnir m'enn: Kristján Jónsson, háyfirdómari og
ráðherra, Pjetur Jónsson, einnig ráðherra og Stein-
grímur Jónsson, bæjarfógeti. — Sátu þeir feðgar, Jón
og Pjetur, á Alþingi til dauðadags frá því þeir voru
fyrst til þess kjörnir, sem meðal annars ber vott um
vinsældir þeirra. — Öll voru börnin vel ment og góð-
um gáfum gædd. Má lesa nánar um nöfn þeirra í æfi-
minningum þeirra feðga í „Andvara“ 1890 og 1929.
Þau hjón, Jón og Sólveig á Gautlöndum, dóu bæði
sama ár 1899. Hann, eins og kunnugt er, á leið til Al-
þingis, fjell af hesti og var fluttur að Bakkaseli í Öxna-
dal og dó þar 26. júní, og minna ýms atvik þar að lút-