Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 115
Hlín
113
við höfuðstólinn þar til sjóðurinn væri orðinn 1000 kr.
og hálfir eftir það. Hin seinni ár hefur kennari sveitar-
innar fengið dálitla þóknun fyrir að veita fermdum
unglingum nokkurt framhaldsnám, en til náms utan-
sveitar hafa 12 ungmenni fengið lítilsháttar styrk.
Alls hefur verið varið 2200 kr. til mentunar börn-
um og ungmennum í sveitinni. Eignir fjelagsins eru
um 7 þúsund krónur. Þeim er samansafnað smátt og
smátt með sífeldri elju og ástundun, en eru ekki til-
viljunar happafengur.
Fjelagar eru nú 19, er það vonum framar mikið, þar
sem í sveitinni eru aðeins 50—60 manns.
Unga stúlkan, Arnbjörg Stefánsdóttir, er einn af boð-
berum menningar og manndóms, sem flutti vorgeisla
og endurreisnarþrótt heim í sveitina sína. Henni hug-
kvæmdist það snjallræði að stofna fjelag með hinum
uppvaxandi ungmennum sveitar sinnar, sem hafði það
markmið að styrkja æskulýð til menningar. Hún sá
það 1880, sem ríkisstjórnin framkvæmdi ekki fyr en
1907, og þótt unga fólkið í Loðmundarfirði vaéri orðið
fullorðið fólk, þegar fyrsti styrkurinn var veittur, þá
hefur fjelagsstarfið án efa borið tilætlaðan árangur, að
þroska fólkið og bæta það.
Arnbjörg fluttist til Ameríku á yngri árum sínum og
dvaldi þar til dauðadags (1938), en alt til síðustu
stundar, eftir að hún varð blind og ellihrum, var hún
ung í anda og full af áhuga fyrir velferð sveitar sinn-
ar og Framfarafjelagsins.
Á árunum 1890—1900 var mikið rætt um stofnun
Kvennaskóla fyrir Austurland, og í því tilefni var
ágóði af einni hlutaveltu, sem fjelagið hjelt 1896, lagð-
ur í sjóð, sem skyldi ávaxtast hinum fyrirhugaða skóla
til eflingar.
Árið 1924 var lagður grundvöllur að sjóði, er verja
skal til að bera kostnað af fundarhöldum fjelagsins, sá
8